Kristín Ólafsdóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni fara með umsjón þáttarins og fá Friðjón Friðjónsson sérfræðing í bandarískum stjórnmálum í heimsókn. Við rýnum í niðurstöður kosninganna eins og þær liggja fyrir um klukkan 11 að íslenskum tíma. Bandaríkjamenn kusu sér ekki aðeins forseta heldur einnig um fjölmörg þingsæti - og þar ríkir enn mikil spenna.
Hvernig tókst Donald Trump að tryggja sér sigur? Hvað klikkaði hjá Kamölu Harris? Hvernig breytist utanríkisstefna Bandaríkjanna með Trump í embætti? Verður Elon Musk innsti koppur í búri?
Þáttinn í heild má finna hér að neðan.