Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður. Dvalarheimilum var undanfarna tvo áratugi breytt í hjúkrunarheimili til að mæta aukinni þörf eftir hjúkrunarrýmum en nú eru nánast engin dvalarheimili eftir og því frekari uppbygging hjúkrunarheimila nauðsynleg. En stjórnmálaflokkarnir sem hafa haldið utan um taumana undanfarin ár vilja fara aðrar leiðir. Þeir sjá nefnilega fyrir sér að það séu ódýrari leiðir til að mæta öldrun þjóðarinnar. Sem dæmi bendi ég á þessa setningu í stefnu Willums Þórs, heilbrigðisráðherra, um heilbrigðisþjónustu við aldraða: „Í ljósi fjölgunar í hópi eldra fólks og þess að færri hendur verði til að sinna umönnun aldraðra í framtíðinni vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er flestum orðið ljóst að nýta þarf tæknina eins og kostur er, leita nýrra lausna, aðferða og nýrra úrræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu við aldraða.“ Einnig vil ég vitna í fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur sem sagði á sínum tíma: „Mín sýn á málaflokkinn, af því að hér er sérstaklega spurt um það, er sú að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. En við þurfum líka að leggja stóraukna áherslu á möguleika aldraðra til að búa heima.“ Þetta er sýn ríkisstjórnarflokkanna. Í stað þess að fjölga hjúkrunarrýmum þá ætla þeir að halda fólki heima í ódýrari úrræðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að á einhverjum tímapunkti getur fólk ekki lengur dvalið heima, alveg sama hversu mikið af nýjum lausnum og aðferðum við innleiðum. Það verður að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Nú er það svo að til er opinber sjóður sem hefur það að meginmarkmiði að byggja fleiri hjúkrunarheimili. En því miður hafa ríkisstjórnir allt frá stofnun sjóðsins, gengið um hann eins og brotinn sparibauk. Það er árlegur viðburður að fjármálaráðherra hverrar ríkisstjórnar leggi til að nýta megi fjármagn sjóðsins til annarra hluta en framkvæmda. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni, sem barst síðasta haust, runnu tæpir 9 milljarðar til annarra verkefna á síðustu 10 árum, sem lögum samkvæmt hefðu átt að nýtast til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta er vítavert! Við í Flokki fólksins viljum brjóta land og byggja, og þá verður lögð áhersla á að byggja fyrir þá hópa sem þurfa mest á húsnæði að halda, fatlað fólk, eldra fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir. Við munum ráðast í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma og koma í veg fyrir að fólk þurfi að dvelja vikum og mánuðum saman á Landspítalanum á meðan það bíður eftir að fá hjúkrunarrými. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur skipar 2. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður. Dvalarheimilum var undanfarna tvo áratugi breytt í hjúkrunarheimili til að mæta aukinni þörf eftir hjúkrunarrýmum en nú eru nánast engin dvalarheimili eftir og því frekari uppbygging hjúkrunarheimila nauðsynleg. En stjórnmálaflokkarnir sem hafa haldið utan um taumana undanfarin ár vilja fara aðrar leiðir. Þeir sjá nefnilega fyrir sér að það séu ódýrari leiðir til að mæta öldrun þjóðarinnar. Sem dæmi bendi ég á þessa setningu í stefnu Willums Þórs, heilbrigðisráðherra, um heilbrigðisþjónustu við aldraða: „Í ljósi fjölgunar í hópi eldra fólks og þess að færri hendur verði til að sinna umönnun aldraðra í framtíðinni vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er flestum orðið ljóst að nýta þarf tæknina eins og kostur er, leita nýrra lausna, aðferða og nýrra úrræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu við aldraða.“ Einnig vil ég vitna í fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur sem sagði á sínum tíma: „Mín sýn á málaflokkinn, af því að hér er sérstaklega spurt um það, er sú að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. En við þurfum líka að leggja stóraukna áherslu á möguleika aldraðra til að búa heima.“ Þetta er sýn ríkisstjórnarflokkanna. Í stað þess að fjölga hjúkrunarrýmum þá ætla þeir að halda fólki heima í ódýrari úrræðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að á einhverjum tímapunkti getur fólk ekki lengur dvalið heima, alveg sama hversu mikið af nýjum lausnum og aðferðum við innleiðum. Það verður að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Nú er það svo að til er opinber sjóður sem hefur það að meginmarkmiði að byggja fleiri hjúkrunarheimili. En því miður hafa ríkisstjórnir allt frá stofnun sjóðsins, gengið um hann eins og brotinn sparibauk. Það er árlegur viðburður að fjármálaráðherra hverrar ríkisstjórnar leggi til að nýta megi fjármagn sjóðsins til annarra hluta en framkvæmda. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni, sem barst síðasta haust, runnu tæpir 9 milljarðar til annarra verkefna á síðustu 10 árum, sem lögum samkvæmt hefðu átt að nýtast til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta er vítavert! Við í Flokki fólksins viljum brjóta land og byggja, og þá verður lögð áhersla á að byggja fyrir þá hópa sem þurfa mest á húsnæði að halda, fatlað fólk, eldra fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir. Við munum ráðast í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma og koma í veg fyrir að fólk þurfi að dvelja vikum og mánuðum saman á Landspítalanum á meðan það bíður eftir að fá hjúkrunarrými. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur skipar 2. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun