Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 6. nóvember 2024 10:15 Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar