Innlent

Veðurviðvaranir í kortunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í kortunum á Norðurlandi.
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í kortunum á Norðurlandi.

Veðurstofa Ísland hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir morgundaginn víða um land. Bæði gular og appelsínugular viðvaranir eru í kortunum.

Gular veðurviðvaranir taka gildi klukkan sjö í fyrramálið í Faxaflóa, á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, og Miðhálendinu. Hvassast verður á Miðhálendinu þar sem hviður geta farið yfir 40 metra á sekúndu.

Klukkan átta í fyrramálið bætast við gular viðvaranir í Breiðafirði, á Norðurlandi vestra og Austfjörðum.

Appelsínugular viðvaranir taka við á Norðurlandinu um hádegi. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu og hviðum yfir 40 metrum á sekúndu. Þá tekur appelsínugul viðvörun gildi á Vestfjörðum klukkan 14. Þar má búast við sunnan og suðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu, hvassast norðantil, og hviður staðbundið yfir 35 metrum. Búast má við éljagangi með takmörkuðu skyggni og versnandi aksturskilyrðum.

Ef spár ganga eftir verða allar viðvaranir fallnar úr gildi fyrir miðnætti annað kvöld.

Einnig vekur Veðurstofa Íslands athygli á aukinni skriðuhættu á Vestur- og Suðurlandi næstu daga vegna úrkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×