Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 14:47 Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman. Framsóknarfólk um land allt hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi kröfum Sjálfstæðismanna er snýr að þessum málaflokki, aðgreiningu barna í skólum og flóttamannabúðir. Það er eins og það sé komin einhver keppni við Miðflokkinn, sem toppaði vitleysuna einmitt í tíðræddum þætti með orðunum um að við „ættum ekki að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu“, ég skil vel að langlundargeð Sigurðar Inga hafi sprungið. Að auki höfum við horft upp á það að Flokkur fólksins hefur ýjað að því að skella í lás á landamærunum og að við hverfum algjörlega frá því að taka á móti fólki í neyð. Sömuleiðis hefur daður Samfylkingar og Kristrúnar Frostadóttur við auknar kröfur komið okkur á óvart. Lítið vandamál í stóra samhenginu Svo því sé haldið til haga þá er Framsóknarfólk ekki að tala um að galopna landamærin eða gefa einhvern afslátt af öryggi og löggæslu í landinu, nú eða leggja ekki áherslu á íslenskukennslu og menningu þjóðar. Því fer fjarri. Það er brýnna nú en oft áður að auka löggæslu og efla gæslu á landamærum. Í því verkefni megum við engan tíma missa. 25% þjóðarinnar eru annað hvort innflytjendur eða íslenskir ríkisborgarar sem eru afkomendur innflytjenda að öllu eða sumu leyti. Það er nú bara þannig að 98% þeirra sem hafa komið til landsins á undanförnum árum er fólk frá Evrópu sem kemur hingað að vinna í gegnum EES samninginn og síðan eru það 2% sem koma frá stríðshrjáðum svæðum. Staðreyndin er sú að einungis 0,24% er að koma annars staðar frá. Hluti þeirra sem koma ekki frá Evrópu gegnum EES eða frá Úkraínu er síðan fólk sem t.d. giftist hingað til lands og kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Argentínu, Filipseyjum og Ástralíu bara svo eitthvað sé nefnt. Þurfum að bregðast við, þegar þörf er á Alvarleiki umræðunnar, sem hefur fengið að vaxa óáreitt, felst í því að setja alla undir sama hatt og tala um eitthvað stórkostlegt útlendingavandamál. Við sættum okkur ekki lengur við að þessi stóri hópur sé gerður hornreka í íslensku samfélagi og talað um sem eitthvert vandamál . Við þurfum að aðgreina umræðuna. Við þurfum að bregðast við, þar sem þörf er á. Það á ekki við um þau 98% sem hingað hafa komið á undanförnum árum, eru í vinnu og borga til samfélagsins skatta og gjöld. Það á ekki við um þá sem hingað hafa komið frá stríðshrjáðum svæðum og Alþingi Íslendinga samþykkti samróma að opna landamærin fyrir, eins og nágranna þjóðir okkar gerðu. Við þurfum að bregðast við þeim áskorunum sem eru í hælisleitendakerfinu okkar en í kjölfar nýrrar lagasetningar hefur kostnaður í þeim málaflokki farið úr 28 ma.kr. á ári í 14 ma.kr., fer hratt lækkandi og umsóknum hefur fækkað verulega. Við eigum að hafa stjórn á landamærunum en ekki loka þeim. Við eigum að taka við fólki frá stríðshrjáðum löndum, sérstaklega börnum og þeirra foreldrum sem þrá frið. Við eigum að gefa öllum börnum tækifæri á að læra tungumálið, eignast vini og verða hluti af samfélaginu en ekki aðskilja þau frá „okkar“ börnum eins og þau séu ekki þess verðug að vera með „okkar“ börnum. Aðrir menningarheimar Þrumuræða Sigurðar Inga féll ekki af himnum ofan, heldur endurspeglar hún vaxandi áhyggjur meðal Framsóknarfólks með umræðuna í samfélaginu. Meðan aðrir flokkar hafa ekki viljað styðja okkur í að leggja meira fjármagn til menningar og tungu íslensku þjóðarinnar þá hafa þeir haft miklar áhyggjur af „blöndun menningarheima“, hvað sem það á nú að vera. Munum að við erum jú þjóð innflytjenda frá Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Samvinnuhjarta Framsóknarfólks slær með menningu þjóðarinnar, en rétt eins og við eigum okkar jólasveina, Grýlu og Leppalúða, þá höfum við líka tekið á móti rauða jólasveininum. Í raun er það þannig að rétt eins og menningarstraumar fljóta um heiminn og auðga líf okkar, þá kemur fólk líka til Íslands sem auðgar menningu okkar og líf. Rétt eins og okkur dettur ekki í hug að banna rauða jólasveininn þá á okkur ekki að detta í hug að banna fólki af erlendum uppruna að koma og njóta þess að búa á Íslandi. Er ekki bara best að búa á Íslandi? Síðustu ár hafa Íslendingar líka snúið aftur heim í meira mæli en frá landinu og eitthvað hlýtur það að segja okkur. Það er ekki útlendingavandamál á Íslandi, heldur tækifæri til að vaxa sem þjóð í auðlegð og menningu. Höfundur er þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Stefán Vagn Stefánsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman. Framsóknarfólk um land allt hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi kröfum Sjálfstæðismanna er snýr að þessum málaflokki, aðgreiningu barna í skólum og flóttamannabúðir. Það er eins og það sé komin einhver keppni við Miðflokkinn, sem toppaði vitleysuna einmitt í tíðræddum þætti með orðunum um að við „ættum ekki að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu“, ég skil vel að langlundargeð Sigurðar Inga hafi sprungið. Að auki höfum við horft upp á það að Flokkur fólksins hefur ýjað að því að skella í lás á landamærunum og að við hverfum algjörlega frá því að taka á móti fólki í neyð. Sömuleiðis hefur daður Samfylkingar og Kristrúnar Frostadóttur við auknar kröfur komið okkur á óvart. Lítið vandamál í stóra samhenginu Svo því sé haldið til haga þá er Framsóknarfólk ekki að tala um að galopna landamærin eða gefa einhvern afslátt af öryggi og löggæslu í landinu, nú eða leggja ekki áherslu á íslenskukennslu og menningu þjóðar. Því fer fjarri. Það er brýnna nú en oft áður að auka löggæslu og efla gæslu á landamærum. Í því verkefni megum við engan tíma missa. 25% þjóðarinnar eru annað hvort innflytjendur eða íslenskir ríkisborgarar sem eru afkomendur innflytjenda að öllu eða sumu leyti. Það er nú bara þannig að 98% þeirra sem hafa komið til landsins á undanförnum árum er fólk frá Evrópu sem kemur hingað að vinna í gegnum EES samninginn og síðan eru það 2% sem koma frá stríðshrjáðum svæðum. Staðreyndin er sú að einungis 0,24% er að koma annars staðar frá. Hluti þeirra sem koma ekki frá Evrópu gegnum EES eða frá Úkraínu er síðan fólk sem t.d. giftist hingað til lands og kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Argentínu, Filipseyjum og Ástralíu bara svo eitthvað sé nefnt. Þurfum að bregðast við, þegar þörf er á Alvarleiki umræðunnar, sem hefur fengið að vaxa óáreitt, felst í því að setja alla undir sama hatt og tala um eitthvað stórkostlegt útlendingavandamál. Við sættum okkur ekki lengur við að þessi stóri hópur sé gerður hornreka í íslensku samfélagi og talað um sem eitthvert vandamál . Við þurfum að aðgreina umræðuna. Við þurfum að bregðast við, þar sem þörf er á. Það á ekki við um þau 98% sem hingað hafa komið á undanförnum árum, eru í vinnu og borga til samfélagsins skatta og gjöld. Það á ekki við um þá sem hingað hafa komið frá stríðshrjáðum svæðum og Alþingi Íslendinga samþykkti samróma að opna landamærin fyrir, eins og nágranna þjóðir okkar gerðu. Við þurfum að bregðast við þeim áskorunum sem eru í hælisleitendakerfinu okkar en í kjölfar nýrrar lagasetningar hefur kostnaður í þeim málaflokki farið úr 28 ma.kr. á ári í 14 ma.kr., fer hratt lækkandi og umsóknum hefur fækkað verulega. Við eigum að hafa stjórn á landamærunum en ekki loka þeim. Við eigum að taka við fólki frá stríðshrjáðum löndum, sérstaklega börnum og þeirra foreldrum sem þrá frið. Við eigum að gefa öllum börnum tækifæri á að læra tungumálið, eignast vini og verða hluti af samfélaginu en ekki aðskilja þau frá „okkar“ börnum eins og þau séu ekki þess verðug að vera með „okkar“ börnum. Aðrir menningarheimar Þrumuræða Sigurðar Inga féll ekki af himnum ofan, heldur endurspeglar hún vaxandi áhyggjur meðal Framsóknarfólks með umræðuna í samfélaginu. Meðan aðrir flokkar hafa ekki viljað styðja okkur í að leggja meira fjármagn til menningar og tungu íslensku þjóðarinnar þá hafa þeir haft miklar áhyggjur af „blöndun menningarheima“, hvað sem það á nú að vera. Munum að við erum jú þjóð innflytjenda frá Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Samvinnuhjarta Framsóknarfólks slær með menningu þjóðarinnar, en rétt eins og við eigum okkar jólasveina, Grýlu og Leppalúða, þá höfum við líka tekið á móti rauða jólasveininum. Í raun er það þannig að rétt eins og menningarstraumar fljóta um heiminn og auðga líf okkar, þá kemur fólk líka til Íslands sem auðgar menningu okkar og líf. Rétt eins og okkur dettur ekki í hug að banna rauða jólasveininn þá á okkur ekki að detta í hug að banna fólki af erlendum uppruna að koma og njóta þess að búa á Íslandi. Er ekki bara best að búa á Íslandi? Síðustu ár hafa Íslendingar líka snúið aftur heim í meira mæli en frá landinu og eitthvað hlýtur það að segja okkur. Það er ekki útlendingavandamál á Íslandi, heldur tækifæri til að vaxa sem þjóð í auðlegð og menningu. Höfundur er þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun