Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 6. nóvember 2024 15:15 Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Marinósdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun