„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. nóvember 2024 17:13 Kennarar fylltu stóra sal Háskólabíós á baráttufundi í dag. Vísir/Anton Brink Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54