Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Lífeyrissjóðir Kjaramál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun