Íslenska liðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Danmörku, Englandi eða Hollandi sem eru í sama flokki. UEFA segir frá.
Liðið lendir aftur á móti í riðli með einu liði úr efsta styrkleikaflokknum en í honum eru heimsmeistarar Spánverja, Þýskaland, Frakkland og Ítalía.
Í þriðja styrkleikaflokki eru síðan Svíþjóð, Noregur, Austurríki og Belgía en eitt þeirra liða verður með Íslandi í riði.
Síðasta liðið kemur síðan úr fjórða styrkleikaflokknum en þar eru Portúgal, Skotland, Sviss og Wales.
Samkvæmt FIFA-listanum þá yrði erfiðasti riðillinn fyrir íslensku stelpurnar skipaður liðum Spánar, Svíþjóðar og Portúgals en sá léttasti yrði skipaður liðum Ítalíu, Belgíu og Wales.
Keppnin verður leikin í febrúar (19. til 26. febrúar), apríl (2. til 8. apríl) og maí/júní landsliðsgluggunum (28. maí til 3. júní), en drátturinn hefst klukkan 12:00 í dag.
- Styrkleikaflokkar og staða á FIFA-listanum:
- Styrkleikaflokkur eitt
- Spánn (3. sæti á heimslistanum)
- Þýskaland (4)
- Frakkland (10)
- Ítalía (14)
- Styrkleikaflokkur tvö
- Ísland (13)
- Danmörk (12)
- England (2)
- Holland (11)
- Styrkleikaflokkur þrjú
- Svíþjóð (5)
- Noregur (16)
- Austurríki (17)
- Belgía (20)
- Styrkleikaflokkur fjögur
- Portúgal (22)
- Skotland (23)
- Sviss (25)
- Wales (29)