Hundrað punkta lækkun vaxta myndi hækka virði eigna Heima um 26 milljarða
![Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, segir að félagið muni áfram nýta tækifæri til eignasölu sé hún skynsamleg út frá hagsmunum hluthafa.](https://www.visir.is/i/B20220347939DA587E9288C2571217EF67122049A6EEF8BDFE691451F4160A74_713x0.jpg)
Stjórnendur Heima munu áfram halda að skoða tækifæri til eignasölu en á árinu hefur félagið selt eignir fyrir um 3,3 milljarða og mun skila þeim fjármunum til hluthafa í gegnum kaup á eigin bréfum. Eftir mikla hækkun á hlutabréfaverði Heima síðustu mánuði er virði hlutafjár núna að nálgast bókfært eigið fé en væntingar um lækkandi vaxtastig ættu að hafa mikil jákvæð áhrif á virðismat fjárfestingareigna og vaxtakostnað fasteignafélaganna.