Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2024 12:06 Fólk á öllum aldri hlýðir hér á Elínu Hall leika listir sínar. Vísir/Sigurjón Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Fjöldi fólks var saman kominn á Grund klukkan tíu í morgun, þar sem hátíðin var formlega opnuð, líkt og hefð hefur skapast fyrir. Fyrst steig á svið tónlistarkonan Elín Hall, og lék fyrir gesti á öllum aldri. Allt frá leikskólabörnum og upp í okkar elsta fólk. Meðal þeirra sem hlýddu á ljúfa tóna var ráðherra menningarmála í landinu, sem segir hátiðir á borð við Airwaves afar mikilvægt framtak. „Hér eru að koma sjö til átta þúsund manns sem sækja Airwaves. Hátíðin er að halda upp á 25 ára afmæli. Þetta er frábær kynning á íslenskri tónlist, íslenskri menningu og þetta er svo vel sótt. Ég viðurkenni það að mér þykir svo vænt um Iceland Airwaves og að þetta hafi tekist í svona langan tíma. Þetta er algjörlega frábært,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Elín Hall var ekki ein um að skemmta fólki á svæðinu, því næst á svið var hljómsveitin Hjálmar.. Í spilaranum hér ofar í fréttinni má sjá svipmyndir og heyra frá opnunarathöfn hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudagskvöld. Airwaves Reykjavík Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fjöldi fólks var saman kominn á Grund klukkan tíu í morgun, þar sem hátíðin var formlega opnuð, líkt og hefð hefur skapast fyrir. Fyrst steig á svið tónlistarkonan Elín Hall, og lék fyrir gesti á öllum aldri. Allt frá leikskólabörnum og upp í okkar elsta fólk. Meðal þeirra sem hlýddu á ljúfa tóna var ráðherra menningarmála í landinu, sem segir hátiðir á borð við Airwaves afar mikilvægt framtak. „Hér eru að koma sjö til átta þúsund manns sem sækja Airwaves. Hátíðin er að halda upp á 25 ára afmæli. Þetta er frábær kynning á íslenskri tónlist, íslenskri menningu og þetta er svo vel sótt. Ég viðurkenni það að mér þykir svo vænt um Iceland Airwaves og að þetta hafi tekist í svona langan tíma. Þetta er algjörlega frábært,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Elín Hall var ekki ein um að skemmta fólki á svæðinu, því næst á svið var hljómsveitin Hjálmar.. Í spilaranum hér ofar í fréttinni má sjá svipmyndir og heyra frá opnunarathöfn hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudagskvöld.
Airwaves Reykjavík Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira