Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Andri Már Eggertsson skrifar 7. nóvember 2024 21:16 Ísland-Slóvakía Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði gegn Slóvakíu í undankeppni EM 70-78. Leikurinn var jafn og spennandi en gestirnir sigldu fram úr í fjórða leikhluta og unnu að lokum átta stiga sigur. Gestirnir frá Slóvakíu byrjuðu leikinn á að setja niður þriggja stiga skot. Það kveikti í íslenska liðinu sem nærðist af háværum stuðningi úr stúkunni og heimakonur svöruðu með því að gera átta stig í röð. Þóra Kristín Jónsdóttir í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Orkan og viljinn til þess að fleygja sér í alla bolta skein í gegn hjá íslenska liðinu og kom sennilega leikmönnum Slóvakíu á óvart. Eftir því sem leið á fyrsta fjórðung héldu hlutirnir áfram að ganga upp hjá heimakonum. Danielle Rodriguez og Diljá Lárusdóttir gerðu 18 af 24 stigum Íslands. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-16. Slóvakía kom til baka í öðrum leikhluta og fór að spila betur. Danielle hélt uppteknum hætti en aðrar fylgdu ekki með. Þegar sex mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta neyddist Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslands, að taka leikhlé í stöðunni 32-33. Danielle hafði þá gert öll átta stig Íslands. Danielle Rodriguez var allt í öllu í leik íslenska liðsins í kvöldVísir/Anton Brink Slóvakía vann annan leikhluta með þrettán stigum og gestirnir voru yfir í hálfleik 35-40. Heimakonur fóru á kostum í þriðja leikhluta á báðum endum vallarins. Vörn íslenska liðsins var til fyrirmyndar og leikmenn Slóvakíu áttu engin svör. Það tók gestina fimm mínútur og tuttugu sekúndur að komast á blað í seinni hálfleik en þá hafði íslenska liðið gert tíu stig í röð og staðan var 45-40. Thelma Dís Ágústsdóttir að taka skotVísir/Anton Brink Eftir að þjálfari Slóvakíu, Martin Pospisil, tók leikhlé fór að ganga betur hjá gestunum og staðan var 53-55 eftir þriðja leikhluta. Leikmenn Slóvakíu hömruðu járnið á meðan það var heitt og byrjuðu fjórða leikhluta betur. Eftir að íslenska liðið lenti níu stigum undir 55-64 tók Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, leikhlé. Íslenska liðið náði að saxa forskot gestanna niður í sex stig þegar mínúta var eftir en nær komust heimakonur ekki. Slóvakía endaði á að vinna átta stiga sigur 70-78. Diljá Lárusdóttir gerði 8 stig í kvöldVísir/Anton Brink Atvik leiksins Ísland var sex stigum undir þegar mínúta var eftir. Ísland átti upprunalega innkast en eftir að dómararnir skoðuðu atvikið betur í endursýningu þá kom í ljós að Slóvakía átti boltann. Í þeirri sókn setti Radka Stasova, leikmaður Slóvakíu, niður sniðskot og fékk villu að auki. Þá var sigur gestanna í höfn. Stjörnur og skúrkar Danielle Rodriguez spilaði sinn fyrsta leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í körfubolta. Hún olli svo sannarlega ekki vonbrigðum og fór á kostum strax frá fyrstu mínútu. Danielle gerði 19 stig í fyrri hálfleik úr 75 prósent skotnýtingu. Hún endaði á að gera 29 stig og taka 5 fráköst. Kolbrún Ármannsdóttir var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og stóð sig virkilega vel. Kolbrún sýndi flotta takta í seinni hálfleik og endaði með 10 stig. Alexandra Buknova, leikmaður Slóvakíu, spilaði tæplega 24 mínútur og tók átta skot í opnum leik og klikkaði þeim öllum. Með hana inn á vellinum tapaði Slóvakía með sjö stigum. Dómararnir [6] Dómararnir voru Karolina Andersson frá Finnlandi, Filip Szczesny frá Noregi og Cynthia Le Quilliec frá Frakklandi. Dómararnir stóðu sig nokkuð vel og lítið um þá að segja. Dómararnir fóru í skjáinn þegar tæplega mínúta var eftir og breyttu innkasti sem heimakonur áttu upprunalega að fá sem var réttur dómur. Stemning og umgjörð Það var pakkað hús í Ólafssal. VÍS bauð frítt á leikinn og það voru margir sem létu sjá sig í Hafnarfirði. Stemningin var mikil og það voru mikil læti í höllinni. „Mjög stolt af því að spila fyrir Ísland“ Danielle Rodriguez gerði 29 stig í kvöldVísir/Anton Brink Danielle Rodriguez, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, fór á kostum og var stigahæst með 29 stig. „Augljóslega var mikill hæðamunur. Við töpuðum frákastabaráttunni en við börðumst og gerðum okkar besta. Hvernig við náðum að halda okkur inni í þessum leik svona lengi segir margt um okkar lið,“ sagði Danielle í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Ég var elsti nýliðinn hérna í þessu liði og sennilega á mörgum öðrum stöðum. Við reyndum að koma inn í leikinn og setja tóninn.“ Danielle var virkilega þakklát að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir íslenska liðið en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember á síðasta ári. „Þetta var frábær tilfinning og ég er mjög stolt af því að spila fyrir Ísland. Ég get ekki útskýrt þessa tilfinningu en ég er mjög stolt af því að spila fyrir Ísland.“ Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Rúmeníu og Danielle sagði að liðið gæti tekið margt jákvætt út úr leik kvöldsins. „Við erum með marga nýja leikmenn í liðinu eins og Kolbrúnu sem var í stóru hlutverki. Það sem við getum tekið út úr þessu er að okkur vantar leikmenn sem eru frá vegna meiðsla sem eru með hæð og framtíðin er björt,“ sagði Danielle að lokum. Landslið kvenna í körfubolta
Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði gegn Slóvakíu í undankeppni EM 70-78. Leikurinn var jafn og spennandi en gestirnir sigldu fram úr í fjórða leikhluta og unnu að lokum átta stiga sigur. Gestirnir frá Slóvakíu byrjuðu leikinn á að setja niður þriggja stiga skot. Það kveikti í íslenska liðinu sem nærðist af háværum stuðningi úr stúkunni og heimakonur svöruðu með því að gera átta stig í röð. Þóra Kristín Jónsdóttir í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Orkan og viljinn til þess að fleygja sér í alla bolta skein í gegn hjá íslenska liðinu og kom sennilega leikmönnum Slóvakíu á óvart. Eftir því sem leið á fyrsta fjórðung héldu hlutirnir áfram að ganga upp hjá heimakonum. Danielle Rodriguez og Diljá Lárusdóttir gerðu 18 af 24 stigum Íslands. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-16. Slóvakía kom til baka í öðrum leikhluta og fór að spila betur. Danielle hélt uppteknum hætti en aðrar fylgdu ekki með. Þegar sex mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta neyddist Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslands, að taka leikhlé í stöðunni 32-33. Danielle hafði þá gert öll átta stig Íslands. Danielle Rodriguez var allt í öllu í leik íslenska liðsins í kvöldVísir/Anton Brink Slóvakía vann annan leikhluta með þrettán stigum og gestirnir voru yfir í hálfleik 35-40. Heimakonur fóru á kostum í þriðja leikhluta á báðum endum vallarins. Vörn íslenska liðsins var til fyrirmyndar og leikmenn Slóvakíu áttu engin svör. Það tók gestina fimm mínútur og tuttugu sekúndur að komast á blað í seinni hálfleik en þá hafði íslenska liðið gert tíu stig í röð og staðan var 45-40. Thelma Dís Ágústsdóttir að taka skotVísir/Anton Brink Eftir að þjálfari Slóvakíu, Martin Pospisil, tók leikhlé fór að ganga betur hjá gestunum og staðan var 53-55 eftir þriðja leikhluta. Leikmenn Slóvakíu hömruðu járnið á meðan það var heitt og byrjuðu fjórða leikhluta betur. Eftir að íslenska liðið lenti níu stigum undir 55-64 tók Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, leikhlé. Íslenska liðið náði að saxa forskot gestanna niður í sex stig þegar mínúta var eftir en nær komust heimakonur ekki. Slóvakía endaði á að vinna átta stiga sigur 70-78. Diljá Lárusdóttir gerði 8 stig í kvöldVísir/Anton Brink Atvik leiksins Ísland var sex stigum undir þegar mínúta var eftir. Ísland átti upprunalega innkast en eftir að dómararnir skoðuðu atvikið betur í endursýningu þá kom í ljós að Slóvakía átti boltann. Í þeirri sókn setti Radka Stasova, leikmaður Slóvakíu, niður sniðskot og fékk villu að auki. Þá var sigur gestanna í höfn. Stjörnur og skúrkar Danielle Rodriguez spilaði sinn fyrsta leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í körfubolta. Hún olli svo sannarlega ekki vonbrigðum og fór á kostum strax frá fyrstu mínútu. Danielle gerði 19 stig í fyrri hálfleik úr 75 prósent skotnýtingu. Hún endaði á að gera 29 stig og taka 5 fráköst. Kolbrún Ármannsdóttir var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og stóð sig virkilega vel. Kolbrún sýndi flotta takta í seinni hálfleik og endaði með 10 stig. Alexandra Buknova, leikmaður Slóvakíu, spilaði tæplega 24 mínútur og tók átta skot í opnum leik og klikkaði þeim öllum. Með hana inn á vellinum tapaði Slóvakía með sjö stigum. Dómararnir [6] Dómararnir voru Karolina Andersson frá Finnlandi, Filip Szczesny frá Noregi og Cynthia Le Quilliec frá Frakklandi. Dómararnir stóðu sig nokkuð vel og lítið um þá að segja. Dómararnir fóru í skjáinn þegar tæplega mínúta var eftir og breyttu innkasti sem heimakonur áttu upprunalega að fá sem var réttur dómur. Stemning og umgjörð Það var pakkað hús í Ólafssal. VÍS bauð frítt á leikinn og það voru margir sem létu sjá sig í Hafnarfirði. Stemningin var mikil og það voru mikil læti í höllinni. „Mjög stolt af því að spila fyrir Ísland“ Danielle Rodriguez gerði 29 stig í kvöldVísir/Anton Brink Danielle Rodriguez, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, fór á kostum og var stigahæst með 29 stig. „Augljóslega var mikill hæðamunur. Við töpuðum frákastabaráttunni en við börðumst og gerðum okkar besta. Hvernig við náðum að halda okkur inni í þessum leik svona lengi segir margt um okkar lið,“ sagði Danielle í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Ég var elsti nýliðinn hérna í þessu liði og sennilega á mörgum öðrum stöðum. Við reyndum að koma inn í leikinn og setja tóninn.“ Danielle var virkilega þakklát að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir íslenska liðið en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember á síðasta ári. „Þetta var frábær tilfinning og ég er mjög stolt af því að spila fyrir Ísland. Ég get ekki útskýrt þessa tilfinningu en ég er mjög stolt af því að spila fyrir Ísland.“ Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Rúmeníu og Danielle sagði að liðið gæti tekið margt jákvætt út úr leik kvöldsins. „Við erum með marga nýja leikmenn í liðinu eins og Kolbrúnu sem var í stóru hlutverki. Það sem við getum tekið út úr þessu er að okkur vantar leikmenn sem eru frá vegna meiðsla sem eru með hæð og framtíðin er björt,“ sagði Danielle að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum