Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Andri Már Eggertsson skrifar 8. nóvember 2024 21:10 Nimrod Hilliard átti góðan leik í liði KR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KR batt enda á fimm leikja sigurgöngu Njarðvíkinga. Heimamenn unnu sex stiga sigur 86-80. Þetta var fyrsti sigur KR á heimavelli í Bónus deildinni. Leikurinn fór vel af stað þar sem bæði lið skiptust á körfum. Hitni KR-inga var út úr kortunum fyrstu fjórar mínúturnar. Heimamenn hittu úr fyrstu sex skotunum og þar af voru þrjár þriggja stiga körfur. Um miðjan fyrsta leikhluta kom tíu stiga áhlaup frá KR-ingum. Heimamönnum tókst að keyra upp hraðann og fengu auðveldar körfur á opnum velli. Varnarleikur liðsins gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir og þrátt fyrir að Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, hafi tekið leikhlé breyttist ekkert. Besti leikmaður síðustu umferðar Khalil Shabazz kórónaði lélegan sóknarleik gestanna með loftbolta. KR-ingar voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 27-23. Það var alveg ljóst að heimamenn myndu ekki lifa á 70 prósent skotnýtingu til lengdar. Gestirnir komust betur inn í leikinn og voru með yfirhöndina. KR-ingar voru þó ekki langt á eftir og áttu sínar rispur. Gestirnir voru þremur stigum yfir í hálfleik 45-48. Heimamenn áttu fyrsta orðið í seinni hálfleik og byrjuðu betur. KR-ingar gerðu fyrstu sjö stigin og komust yfir. Eins og í fyrri hálfleik sló stutt áhlaup heimamanna Njarðvíkinga ekki út af laginu sem svöruðu fyrir sig með tilþrifum þar sem Isaiah Coddon henti tvisvar í alley oop troðslu með stuttu millibili. Staðan var jöfn 65-65 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Augnablikið var með KR-ingum í fjórða leikhluta. Heimamenn áttu fyrsta höggið, fengu stúkuna með sér og Njarðvíkingar höndluðu mótlætið afar illa. KR vann fyrstu fimm mínúturnar í fjórða leikhluta 12-2 og þar fór leikurinn fyrir gestina. KR vann á endanum sex stiga sigur 86-80. Atvik leiksins Í fjórða leikhluta fór klukkan of snemma af stað sem varð til þess Khalil Shabazz tók erfitt skot sem dreif ekki á hringinn. Eftir fund hjá dómurum átti KR boltann sem fór verulega í taugarnar á Njarðvíkingum og gestirnir höndluðu það mótlæti illa og þá datt botninn úr þessu hjá þeim. Stjörnur og skúrkar Það voru margir öflugir hjá KR í kvöld. Allt byrjunarlið KR gerði yfir tíu stig nema Þorvaldur Orri Árnason sem gerði átta stig. Linards Jaunzems var með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 21 stig og tók 14 fráköst. Khalil Shabazz, leikmaður Njarðvíkur, var valinn besti leikmaður síðustu umferðar. Shabazz virðist hafa flogið of nálægt sólinni því hann gat ekkert í leiknum. Hann endaði með 9 stig úr 21 prósent skotnýtingu. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Gunnlaugur Briem. Dómararnir voru flottir í kvöld og það er ekkert upp á þá að klaga. Njarðvíkingar létu það fara í taugarnar á sér þegar skotklukkan var farinn of snemma í gang en dómararnir tóku langan fund varðandi það atvik og komust að þeirri niðurstöðu að KR ætti boltann enda hefði Njarðvík viljað stigin hefði skotið farið ofan í. Stemning og umgjörð Það var kjaftfullt KR-heimili þegar Njarðvík mætti í heimsókn. Mætingin minnti á úrslitakeppnina frekar en sjöttu umferð í deildarkeppni. Stuðningsmenn KR-inga létu vel í sér heyra og það var mikil gleði þegar leikurinn kláraðist og fyrsti sigur KR á heimavelli í deildinni var í höfn. „Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega á heimavelli“ Jakob Örn var ánægður eftir sigurinnVísir/Sigurjón Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var ánægður eftir sex stiga sigur gegn Njarðvík 86-80. „Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega á heimavelli. Það er alltaf stemning hjá okkur í allan vetur og það var fullt hús í kvöld og það var mjög gefandi og skemmtilegt að geta gefið þessum frábæru stuðningsmönnum sigur,“ sagði Jakob Örn í viðtali eftir leik. Jakob viðurkenndi að það hafi verið erfitt að eiga við Njarðvík í frákastabaráttunni en var þó ánægður með vörnina og hraðan sóknarleik. „Þeir eru stórir, sterkir og taka mikið pláss. Við áttum í vandræðum með þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst vörnin okkar góð allan leikinn og við náðum að þvinga þá í erfið skot. Í fyrri hálfleik voru þeir að ná að taka mikið af sóknarfráköstum og skora inn í teig. Mér fannst við gera betur í seinni hálfleik með það.“ „Við erum með lið sem getur spilað hratt og við viljum vera með hátt orkustig. Það gekk vel í byrjun leiks og síðan í seinni hálfleik,“ sagði Jakob að lokum. Bónus-deild karla KR UMF Njarðvík
KR batt enda á fimm leikja sigurgöngu Njarðvíkinga. Heimamenn unnu sex stiga sigur 86-80. Þetta var fyrsti sigur KR á heimavelli í Bónus deildinni. Leikurinn fór vel af stað þar sem bæði lið skiptust á körfum. Hitni KR-inga var út úr kortunum fyrstu fjórar mínúturnar. Heimamenn hittu úr fyrstu sex skotunum og þar af voru þrjár þriggja stiga körfur. Um miðjan fyrsta leikhluta kom tíu stiga áhlaup frá KR-ingum. Heimamönnum tókst að keyra upp hraðann og fengu auðveldar körfur á opnum velli. Varnarleikur liðsins gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir og þrátt fyrir að Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, hafi tekið leikhlé breyttist ekkert. Besti leikmaður síðustu umferðar Khalil Shabazz kórónaði lélegan sóknarleik gestanna með loftbolta. KR-ingar voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 27-23. Það var alveg ljóst að heimamenn myndu ekki lifa á 70 prósent skotnýtingu til lengdar. Gestirnir komust betur inn í leikinn og voru með yfirhöndina. KR-ingar voru þó ekki langt á eftir og áttu sínar rispur. Gestirnir voru þremur stigum yfir í hálfleik 45-48. Heimamenn áttu fyrsta orðið í seinni hálfleik og byrjuðu betur. KR-ingar gerðu fyrstu sjö stigin og komust yfir. Eins og í fyrri hálfleik sló stutt áhlaup heimamanna Njarðvíkinga ekki út af laginu sem svöruðu fyrir sig með tilþrifum þar sem Isaiah Coddon henti tvisvar í alley oop troðslu með stuttu millibili. Staðan var jöfn 65-65 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Augnablikið var með KR-ingum í fjórða leikhluta. Heimamenn áttu fyrsta höggið, fengu stúkuna með sér og Njarðvíkingar höndluðu mótlætið afar illa. KR vann fyrstu fimm mínúturnar í fjórða leikhluta 12-2 og þar fór leikurinn fyrir gestina. KR vann á endanum sex stiga sigur 86-80. Atvik leiksins Í fjórða leikhluta fór klukkan of snemma af stað sem varð til þess Khalil Shabazz tók erfitt skot sem dreif ekki á hringinn. Eftir fund hjá dómurum átti KR boltann sem fór verulega í taugarnar á Njarðvíkingum og gestirnir höndluðu það mótlæti illa og þá datt botninn úr þessu hjá þeim. Stjörnur og skúrkar Það voru margir öflugir hjá KR í kvöld. Allt byrjunarlið KR gerði yfir tíu stig nema Þorvaldur Orri Árnason sem gerði átta stig. Linards Jaunzems var með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 21 stig og tók 14 fráköst. Khalil Shabazz, leikmaður Njarðvíkur, var valinn besti leikmaður síðustu umferðar. Shabazz virðist hafa flogið of nálægt sólinni því hann gat ekkert í leiknum. Hann endaði með 9 stig úr 21 prósent skotnýtingu. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Gunnlaugur Briem. Dómararnir voru flottir í kvöld og það er ekkert upp á þá að klaga. Njarðvíkingar létu það fara í taugarnar á sér þegar skotklukkan var farinn of snemma í gang en dómararnir tóku langan fund varðandi það atvik og komust að þeirri niðurstöðu að KR ætti boltann enda hefði Njarðvík viljað stigin hefði skotið farið ofan í. Stemning og umgjörð Það var kjaftfullt KR-heimili þegar Njarðvík mætti í heimsókn. Mætingin minnti á úrslitakeppnina frekar en sjöttu umferð í deildarkeppni. Stuðningsmenn KR-inga létu vel í sér heyra og það var mikil gleði þegar leikurinn kláraðist og fyrsti sigur KR á heimavelli í deildinni var í höfn. „Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega á heimavelli“ Jakob Örn var ánægður eftir sigurinnVísir/Sigurjón Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var ánægður eftir sex stiga sigur gegn Njarðvík 86-80. „Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega á heimavelli. Það er alltaf stemning hjá okkur í allan vetur og það var fullt hús í kvöld og það var mjög gefandi og skemmtilegt að geta gefið þessum frábæru stuðningsmönnum sigur,“ sagði Jakob Örn í viðtali eftir leik. Jakob viðurkenndi að það hafi verið erfitt að eiga við Njarðvík í frákastabaráttunni en var þó ánægður með vörnina og hraðan sóknarleik. „Þeir eru stórir, sterkir og taka mikið pláss. Við áttum í vandræðum með þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst vörnin okkar góð allan leikinn og við náðum að þvinga þá í erfið skot. Í fyrri hálfleik voru þeir að ná að taka mikið af sóknarfráköstum og skora inn í teig. Mér fannst við gera betur í seinni hálfleik með það.“ „Við erum með lið sem getur spilað hratt og við viljum vera með hátt orkustig. Það gekk vel í byrjun leiks og síðan í seinni hálfleik,“ sagði Jakob að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti