Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 16:47 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands Vísir/Arnar Rúm 95 prósent lækna samþykktu í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 85 prósent. Verkföll hefjast 25. nóvember. „Það var bæði meiri þátttaka og fleiri hlynntir en síðast. Aðgerðir voru samþykktar á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, sjúkrahúsum og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hefjast 25. nóvember Verkfallsaðgerðirnar verða vikulega og hefjast 25. nóvember. Fyrstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá mánudegi 25. nóvember til fimmtudags 28. nóvember frá miðnætti til kl. 12 að hádegi. Næstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember. Í þriðju vikunni verða allir vinnustaðir lækna aftur í verkfalli frá mánudegi 9. desember til fimmtudags 12. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Í fjórðu vikunni verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli mánudag 16. desember og miðvikudag 18. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Hlé verður á verkfallsaðgerðum frá 20. desember til og með 5. janúar 2025. Verkfallsaðgerðir halda áfram mánudaginn 6. janúar 2025 með nákvæmlega sama hætti, það er í fjögurra vikna lotum eins og að framan greinir, alveg fram að dymbilviku. Atkvæðagreiðsla á ellefu vinnustöðum Í tilkynningu um atkvæðagreiðsluna kemur fram að á kjörskrá hafi verið 1246. Atkvæði greiddu 1061 eða 85,15 prósent. Já sögðu 1015 eða 95,66 prósent, nei sögðu 32 eða 3,3 prósent á meðan 11 skiluðu auðu eða 1,04 prósent. Þá segir að atkvæði hafi verið greidd á ellefu vinnustöðun lækna og að fjöldi lækna sem samþykkti verkfallsboðun hafi verið allt frá því að vera allir sem greiddu atkvæði niður í að vera 72,2 prósent þeirra sem greiddu atkvæði. Á tveimur vinnustöðum greiddu allir atkvæði með verkfalli, á fimm vinnustöðum greiddu a.m.k. 95% atkvæði með verkfalli, á einum vinnustað greiddu 93% með verkfalli, á tveimur vinnustöðvum greiddu milli 83 og 85% atkvæði með verkfalli og á einum vinnustað greiddu 72% atkvæði með verkfalli. Þá segir að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins verði tilkynnt á morgun 8. nóvember, um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 25. nóvember nk., enda hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Frestuðu verkfalli Læknar frestuðu verkfalli sem hafði verið boðað til síðustu helgi. Steinunn sagði fyrr í vikunni ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir þeirra hefðu verið ólöglegar. Fréttin hefur verið uppfærð. Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59 Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það var bæði meiri þátttaka og fleiri hlynntir en síðast. Aðgerðir voru samþykktar á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, sjúkrahúsum og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hefjast 25. nóvember Verkfallsaðgerðirnar verða vikulega og hefjast 25. nóvember. Fyrstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá mánudegi 25. nóvember til fimmtudags 28. nóvember frá miðnætti til kl. 12 að hádegi. Næstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember. Í þriðju vikunni verða allir vinnustaðir lækna aftur í verkfalli frá mánudegi 9. desember til fimmtudags 12. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Í fjórðu vikunni verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli mánudag 16. desember og miðvikudag 18. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Hlé verður á verkfallsaðgerðum frá 20. desember til og með 5. janúar 2025. Verkfallsaðgerðir halda áfram mánudaginn 6. janúar 2025 með nákvæmlega sama hætti, það er í fjögurra vikna lotum eins og að framan greinir, alveg fram að dymbilviku. Atkvæðagreiðsla á ellefu vinnustöðum Í tilkynningu um atkvæðagreiðsluna kemur fram að á kjörskrá hafi verið 1246. Atkvæði greiddu 1061 eða 85,15 prósent. Já sögðu 1015 eða 95,66 prósent, nei sögðu 32 eða 3,3 prósent á meðan 11 skiluðu auðu eða 1,04 prósent. Þá segir að atkvæði hafi verið greidd á ellefu vinnustöðun lækna og að fjöldi lækna sem samþykkti verkfallsboðun hafi verið allt frá því að vera allir sem greiddu atkvæði niður í að vera 72,2 prósent þeirra sem greiddu atkvæði. Á tveimur vinnustöðum greiddu allir atkvæði með verkfalli, á fimm vinnustöðum greiddu a.m.k. 95% atkvæði með verkfalli, á einum vinnustað greiddu 93% með verkfalli, á tveimur vinnustöðvum greiddu milli 83 og 85% atkvæði með verkfalli og á einum vinnustað greiddu 72% atkvæði með verkfalli. Þá segir að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins verði tilkynnt á morgun 8. nóvember, um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 25. nóvember nk., enda hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Frestuðu verkfalli Læknar frestuðu verkfalli sem hafði verið boðað til síðustu helgi. Steinunn sagði fyrr í vikunni ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir þeirra hefðu verið ólöglegar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59 Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59
Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35