PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 08:45 PlayStation 5 Pro við hlið PlayStation 5 Slim. GettY/Tomohiro Ohsumi Sony hóf á dögunum sölu á nýrri útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar, Ps5 Pro. Þessi útgáfa er töluvert öflugri en hina tvær og opnar á nýja möguleika þegar kemur að grafík og gæðum leikja, hvort uppfærslan borgi sig er þó spurning. Ps5 Pro er í senn minni, hljóðlátari og öflugri heldur en grunntölvan og svei mér þá ef hún er ekki líka fallegri. Pro er aðeins stærri en Ps5 Slim. Sjá einnig: Stórt stökk fram á við í grafík og hraða Tölvunni fylgir ekki diskadrif en hægt er að kaupa slíkt og bæta við hana, ef viljinn er fyrir hendi. Ég hef að ég held notað geisladrifið á gömlu tölvunni minni svona þrisvar sinnum frá því ég eignaðist hana og grunar mig að ég muni ekki sakna þess á nýju tölvunni. Hraðari og betri grafík Skjákort tölvunnar er líklega það helsta sem hefur verið uppfært. Sony segir kortið nú um 67 prósent öflugra og minni tölvunnar sjálfrar sé 28 prósent hraðar. Þetta hafi þær afleiðingar að tölvan sé um 45 prósentum hraðari við að teikna upp umhverfi leikja og það leiði til fleiri ramma á sekúndu og heilt yfir betri upplifunnar. Ljósgeislar (e. Ray tracing) eru bæði fleiri og líta betur út í leikjum sem hafa verið uppfærðir með nýju tölvunar í huga og þeir eru fjölmargir, eins og sjá má á meðfylgjandi lista. PS5 Pro inniheldur einnig kerfi sem kallast PlayStation Spectral Super Resolution, en það byggir á gervigreind, eins og allt annað í dag, og gerir tölvunni kleift að bæta upplausn leikja sem hafa ekki verið uppfærðir. Sum sé, það er hægt að spila gamla leiki með betri upplausn með PSSR. Þá má einnig nefna að tölvan býður upp á 8K upplausn, sem ég hef ekki prófað þar sem ég á ekki skjá sem býður upp á slíka uppalusn, eins og flestir aðrir. Það verður að hafa í huga við möguleg kaup á Ps5 Pro að sjónvarpið eða skjárinn sem nota á verður að vera það góður að hægt sé að nýta sér allar þær uppfærslur sem tölvan býður upp á. Eitt það allra besta við tölvuna er þó, að mínu einfalda mati, það að harði diskurinn er 2TB. Það er svo miklu betra og nú þarf ég ekki sífellt að vera að eyða eldri leikjum af tölvunni í hvert sinn sem ég fæ nýjan leik til að spila. Þetta er líka sérstaklega gott fyrir mann sem spilar Call of Duty og Warzone, þar sem þeir leikir eru alltaf fáránlega plássfrekir, ef svo má segja. Mun fallegri leikir Ég hef að mestu verið að spila Black Ops 6, Dragon Age Veilguard, Spider-Man 2 og Horizon Forbidden West, sem eru meðal þeirra fjölmörgu leikja sem hafa verið uppfærðir með getu Ps5 Pro í huga. Mér finnst þessir leikir líta mun betur út í nýju tölvunni. Maður tekur bæði eftir fleiri römmum á sekúndu og sérstaklega eftir því hvað öll lýsing og endurspeglanir eru mun betri. Þetta á sérstaklega við hið svokallaða Ray Tracing. Eins og áður er líka hægt að velja það hvort tölvan eigi að leggja áherslu á upplausn eða fjölda ramma á sekúndu. Spider-Man 2 finnst mér sérstaklega flottur í Ps5 Pro og ekki var það ljótur leikur fyrir. Það er ástæða fyrir því að Sony hefur flaggað honum sérstaklega. Áhugasamir geta lesið um það hvernig leikjaframleiðendur hafa notað þessa nýju tækni til að uppfæra leikina sína. Horizon Forbidden West lítur einnig stórkostlega vel út. Hér að neðan má sjá strákana í Digital Foundry kafa í útlit hans í Ps5 Pro. Með Ps5 Pro fylgja tveir litlir plastfætur sem hægt er að setja á tölvuna til að láta hana liggja á hliðinni. Til að láta hana standa þarf að kaupa stand undir hana en þar er hægt að notast við sömu standa og fyrir Ps5 Slim, sem er jákvætt. Tölvunni fylgir einnig hefðbundin fjarstýring, allar snúrur sem maður þarf og slíkt. Það er ekkert óvænt í kassanum, þannig. Samantekt-ish Ef ég á að taka þetta saman, þá er tölvan betri í alla staði. Hún er hraðvirkari og leikirnir líta töluvert betur út, en hún kostar skilding. Pro útgáfan kostar um 140 þúsund krónur hér á landi, þegar þetta er skrifað. Ég er aðdáandi PlayStation 5 Pro. Hafandi sagt það, þá er ég ekki viss um að ég myndi kaupa þessa tölvu ef ég ætti eina beisik tölvu heima hjá mér, þó að bara 2TB harði diskurinn sé eiginlega þess virði. Væri ég að hins vegar að kaupa mér tölvu yfir höfuð myndi ég alltaf kaupa þessa í stað þessarar upprunalegu eða Slim. Leikjavísir Sony Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ps5 Pro er í senn minni, hljóðlátari og öflugri heldur en grunntölvan og svei mér þá ef hún er ekki líka fallegri. Pro er aðeins stærri en Ps5 Slim. Sjá einnig: Stórt stökk fram á við í grafík og hraða Tölvunni fylgir ekki diskadrif en hægt er að kaupa slíkt og bæta við hana, ef viljinn er fyrir hendi. Ég hef að ég held notað geisladrifið á gömlu tölvunni minni svona þrisvar sinnum frá því ég eignaðist hana og grunar mig að ég muni ekki sakna þess á nýju tölvunni. Hraðari og betri grafík Skjákort tölvunnar er líklega það helsta sem hefur verið uppfært. Sony segir kortið nú um 67 prósent öflugra og minni tölvunnar sjálfrar sé 28 prósent hraðar. Þetta hafi þær afleiðingar að tölvan sé um 45 prósentum hraðari við að teikna upp umhverfi leikja og það leiði til fleiri ramma á sekúndu og heilt yfir betri upplifunnar. Ljósgeislar (e. Ray tracing) eru bæði fleiri og líta betur út í leikjum sem hafa verið uppfærðir með nýju tölvunar í huga og þeir eru fjölmargir, eins og sjá má á meðfylgjandi lista. PS5 Pro inniheldur einnig kerfi sem kallast PlayStation Spectral Super Resolution, en það byggir á gervigreind, eins og allt annað í dag, og gerir tölvunni kleift að bæta upplausn leikja sem hafa ekki verið uppfærðir. Sum sé, það er hægt að spila gamla leiki með betri upplausn með PSSR. Þá má einnig nefna að tölvan býður upp á 8K upplausn, sem ég hef ekki prófað þar sem ég á ekki skjá sem býður upp á slíka uppalusn, eins og flestir aðrir. Það verður að hafa í huga við möguleg kaup á Ps5 Pro að sjónvarpið eða skjárinn sem nota á verður að vera það góður að hægt sé að nýta sér allar þær uppfærslur sem tölvan býður upp á. Eitt það allra besta við tölvuna er þó, að mínu einfalda mati, það að harði diskurinn er 2TB. Það er svo miklu betra og nú þarf ég ekki sífellt að vera að eyða eldri leikjum af tölvunni í hvert sinn sem ég fæ nýjan leik til að spila. Þetta er líka sérstaklega gott fyrir mann sem spilar Call of Duty og Warzone, þar sem þeir leikir eru alltaf fáránlega plássfrekir, ef svo má segja. Mun fallegri leikir Ég hef að mestu verið að spila Black Ops 6, Dragon Age Veilguard, Spider-Man 2 og Horizon Forbidden West, sem eru meðal þeirra fjölmörgu leikja sem hafa verið uppfærðir með getu Ps5 Pro í huga. Mér finnst þessir leikir líta mun betur út í nýju tölvunni. Maður tekur bæði eftir fleiri römmum á sekúndu og sérstaklega eftir því hvað öll lýsing og endurspeglanir eru mun betri. Þetta á sérstaklega við hið svokallaða Ray Tracing. Eins og áður er líka hægt að velja það hvort tölvan eigi að leggja áherslu á upplausn eða fjölda ramma á sekúndu. Spider-Man 2 finnst mér sérstaklega flottur í Ps5 Pro og ekki var það ljótur leikur fyrir. Það er ástæða fyrir því að Sony hefur flaggað honum sérstaklega. Áhugasamir geta lesið um það hvernig leikjaframleiðendur hafa notað þessa nýju tækni til að uppfæra leikina sína. Horizon Forbidden West lítur einnig stórkostlega vel út. Hér að neðan má sjá strákana í Digital Foundry kafa í útlit hans í Ps5 Pro. Með Ps5 Pro fylgja tveir litlir plastfætur sem hægt er að setja á tölvuna til að láta hana liggja á hliðinni. Til að láta hana standa þarf að kaupa stand undir hana en þar er hægt að notast við sömu standa og fyrir Ps5 Slim, sem er jákvætt. Tölvunni fylgir einnig hefðbundin fjarstýring, allar snúrur sem maður þarf og slíkt. Það er ekkert óvænt í kassanum, þannig. Samantekt-ish Ef ég á að taka þetta saman, þá er tölvan betri í alla staði. Hún er hraðvirkari og leikirnir líta töluvert betur út, en hún kostar skilding. Pro útgáfan kostar um 140 þúsund krónur hér á landi, þegar þetta er skrifað. Ég er aðdáandi PlayStation 5 Pro. Hafandi sagt það, þá er ég ekki viss um að ég myndi kaupa þessa tölvu ef ég ætti eina beisik tölvu heima hjá mér, þó að bara 2TB harði diskurinn sé eiginlega þess virði. Væri ég að hins vegar að kaupa mér tölvu yfir höfuð myndi ég alltaf kaupa þessa í stað þessarar upprunalegu eða Slim.
Leikjavísir Sony Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira