Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar 8. nóvember 2024 10:02 Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar