Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 11:39 Í tvígang hefur það gerst að flugvélar Finnair hafi ekki getað lent í Joensuu í Austur-Finnlandi vegna truflana á staðsetningarkerfi í sumar. Myndin er úr safni og er frá Vantaa-flugvelli í Helsinki. Vísir/Getty Gamaldags fjarlægðarvitar hafa verið teknir aftur í notkun á flugvöllum í austanverðu Finnlandi vegna viðvarandi truflana á gervihnattastaðsetningarkerfum. Dæmi eru um að flugvélar hafi ekki getað lent vegna truflananna. Flestar flugvélar reiða sig á staðsetningarkerfi sem byggja á merkjum frá gervihnöttum. Veruleg aukning hefur orðið á truflunum á þessum kerfum frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu árið 2022, ekki síst við Finnlandsflóa og á Eystrasalti. Finnsk stjórnvöld telja að Rússar standi fyrir truflunum á gervhnattamerkjunum og fölsunum á þeim til þess að verja olíuhafnir sínar og fela slóð flutningaskipa sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að skip hafa farið af leið og villst. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við því að þau stefni í strand af þessum sökum. Rússar hafna því að koma nálægt truflununum. Nú kveður svo rammt að þessum truflunum að stjórnendur þriggja flugvalla í austanverðu Finnlandi hafa ákveðið að draga fram gamla fjarlægðarvita til að hafa til taks þegar vart verður við truflanir á gervihnattakerfum. Vitarnir eru þegar komnir í notkun í Joensuu og Savonlinna og verða bráðlegar komnir upp við Lappeenranta-flugvöll, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vitarnir voru notaðir frá 7. áratug síðustu aldar. Þeir gefa frá sér útvarpsbylgjupúls sem móttakarar í flugvélum geta notað til þess að reikna út staðsetningu sína. Gervihnattastaðsetningarbúnaður hefur leyst þá tækni að mestu af hólmi. Innanlandsflugvél á leið frá Helsinki þurfti frá að hverfa vegna truflana á GPS-merki þegar hún hugðist lenda í Joensuu í júní. Önnur flugvél Finnair gat heldur ekki lent í Joensuu af sömu sökum í ágúst. Isavia sagði í tilkynningu í mars að ekki hefði verið tilkynnt um truflanir á staðsetningarkerfum eða fölsunum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hins vegar hafi komið fram skýr merki um að flugvélar sem hefðu orðið fyrir truflunum bæru þess enn merki þegar þær kæmu inn í flugstjórnarsvæðið mörgum klukkustundum eftir að truflun lauk. Alls hafi þúsund slík tilfelli verið skráð í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Finnland Rússland Fréttir af flugi Tækni Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Flestar flugvélar reiða sig á staðsetningarkerfi sem byggja á merkjum frá gervihnöttum. Veruleg aukning hefur orðið á truflunum á þessum kerfum frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu árið 2022, ekki síst við Finnlandsflóa og á Eystrasalti. Finnsk stjórnvöld telja að Rússar standi fyrir truflunum á gervhnattamerkjunum og fölsunum á þeim til þess að verja olíuhafnir sínar og fela slóð flutningaskipa sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að skip hafa farið af leið og villst. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við því að þau stefni í strand af þessum sökum. Rússar hafna því að koma nálægt truflununum. Nú kveður svo rammt að þessum truflunum að stjórnendur þriggja flugvalla í austanverðu Finnlandi hafa ákveðið að draga fram gamla fjarlægðarvita til að hafa til taks þegar vart verður við truflanir á gervihnattakerfum. Vitarnir eru þegar komnir í notkun í Joensuu og Savonlinna og verða bráðlegar komnir upp við Lappeenranta-flugvöll, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vitarnir voru notaðir frá 7. áratug síðustu aldar. Þeir gefa frá sér útvarpsbylgjupúls sem móttakarar í flugvélum geta notað til þess að reikna út staðsetningu sína. Gervihnattastaðsetningarbúnaður hefur leyst þá tækni að mestu af hólmi. Innanlandsflugvél á leið frá Helsinki þurfti frá að hverfa vegna truflana á GPS-merki þegar hún hugðist lenda í Joensuu í júní. Önnur flugvél Finnair gat heldur ekki lent í Joensuu af sömu sökum í ágúst. Isavia sagði í tilkynningu í mars að ekki hefði verið tilkynnt um truflanir á staðsetningarkerfum eða fölsunum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hins vegar hafi komið fram skýr merki um að flugvélar sem hefðu orðið fyrir truflunum bæru þess enn merki þegar þær kæmu inn í flugstjórnarsvæðið mörgum klukkustundum eftir að truflun lauk. Alls hafi þúsund slík tilfelli verið skráð í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Finnland Rússland Fréttir af flugi Tækni Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira