Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar