Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 19:02 Það myndi hafa slæm áhrif á starfsemi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu ef til læknaverkfalls kemur að sögn framkvæmdastjóra. Öryggismönnun verður þó í gildi á bæði Landspítala og heilsugæslu. Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að samningar náist áður en boðuð verkföll eiga að hefjast. Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum. Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum.
Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira