Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun