Innlent

Engin á­kvörðun um hval­veiðar og maurasýrumengun á Bíldu­dal

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Um helmingi landsmanna þætti óeðlilegt að ráðherra í starfstjórn gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða. Matvælaráðherra hefur ekki tekið afstöðu til fyrirliggjandi umsóiknar um  hvalveiðileyfi en segir brýnt að málið fari í lögboðið ferli.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Rætt verður við formann Kennarasambands Íslands, sem segir ríkissáttasemjara ekki hafa séð ástæðu til að boða til annars fundar í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. 

Mengunarslys varð á Bíldudal í nótt þegar þúsund lítrar af hættulegri maurasýru láku við affermingu á iðnaðarsvæði í bænum. Efnið er meðal annars notað til að leysa upp úrgang frá fiskeldi og fiskvinnslu. Við ræðum við slökkviliðsstjórann í Vesturbyggð. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 9. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×