Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Lionel Messi svekkir sig eftir óvænt tap Inter Miami á móti Atlanta United í nótt. Getty/Megan Briggs Deildarmeistarar Inter Miami eru óvænt úr leik í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í fótbolta eftir 3-2 tap á móti Atlanta United í oddaleik í nótt. Dagur Dan Þórhallsson komst hins vegar áfram með Orlando City en missti vegna taps Inter af tækifærinu á því að mæta Messi. Þetta var þriðji leikur Inter Miami og Atlanta United en bæði lið höfðu unnið sitthvorn 2-1 sigurinn í fyrri leikjum. Inter varð deildarmeistari með sannfærandi hætti og þetta eru því ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppni MLS. Lionel Messi virtist þó hafa bjargað Inter liðinu þegar hann jafnaði metin í 2-2 en Atlanta United tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum deildanna með marki Bartosz Slisz á 76. mínútu. Atlanta skoraði sigurmarkið á meðan varnarmaður Inter lá í vítateignum og liðsfélegar hans sóttust eftir því að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og Atlanta United refsaði þeim hinum megin á vellinum. Matías Rojas kom Miami yfir í leiknum á 17. mínútu en Atlanta svaraði með tveimur mörkum frá Jamal Thiaré á næstu fjórum mínútum. Messi jafnaði metin á 65. mínútu en sigurmakrið kom ellefu mínútum síðar. Inter Miami var með yfir þrjú í xG (áætluð mörk), var 64 prósent með boltann og reyndi 25 skot að marki Atlanta. Allt kom fyrir ekki og tímabilið er á enda hjá Messi og félögum. Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City komust áfram úr sínu einvígi en þurftu vítakeppni til að vinna Charlotte. Bæði lið höfðu unnið einn leik hvort fyrir þennan oddaleik. Dagur Dan var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu. Charlotte komst yfir á 81. mínútu en Facundo Torres jafnaði metin fyrir Orlando á tólftu mínútu í uppbótatíma þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Orlando menn nýttu allar fjórar vítaspyrnur sínar í vítakeppninni en Charlotte klikkaði á tveimur fyrstu sínum og fékk á endanum aðeins að taka þrjár spyrnur því úrslitin voru ráðin. Orlando City mætir Atlanta United í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Inter Miami og Atlanta United en bæði lið höfðu unnið sitthvorn 2-1 sigurinn í fyrri leikjum. Inter varð deildarmeistari með sannfærandi hætti og þetta eru því ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppni MLS. Lionel Messi virtist þó hafa bjargað Inter liðinu þegar hann jafnaði metin í 2-2 en Atlanta United tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum deildanna með marki Bartosz Slisz á 76. mínútu. Atlanta skoraði sigurmarkið á meðan varnarmaður Inter lá í vítateignum og liðsfélegar hans sóttust eftir því að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og Atlanta United refsaði þeim hinum megin á vellinum. Matías Rojas kom Miami yfir í leiknum á 17. mínútu en Atlanta svaraði með tveimur mörkum frá Jamal Thiaré á næstu fjórum mínútum. Messi jafnaði metin á 65. mínútu en sigurmakrið kom ellefu mínútum síðar. Inter Miami var með yfir þrjú í xG (áætluð mörk), var 64 prósent með boltann og reyndi 25 skot að marki Atlanta. Allt kom fyrir ekki og tímabilið er á enda hjá Messi og félögum. Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City komust áfram úr sínu einvígi en þurftu vítakeppni til að vinna Charlotte. Bæði lið höfðu unnið einn leik hvort fyrir þennan oddaleik. Dagur Dan var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu. Charlotte komst yfir á 81. mínútu en Facundo Torres jafnaði metin fyrir Orlando á tólftu mínútu í uppbótatíma þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Orlando menn nýttu allar fjórar vítaspyrnur sínar í vítakeppninni en Charlotte klikkaði á tveimur fyrstu sínum og fékk á endanum aðeins að taka þrjár spyrnur því úrslitin voru ráðin. Orlando City mætir Atlanta United í undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“