Erlent

Trump vann öll sveifluríkin

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci

Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur.

Fréttastofa AP lýsti yfir sigri Trump í Arizona-ríki í gærkvöldi. Þá féllu 52,6 prósent talinna atkvæða til Trump og 46,4% til Harris en enn átti eftir að telja um 443 þúsund atkvæði og hefði Harris þurft að fá sjö af hverjum tíu þeirra, sem AP þótti ólíklegt.

Trump hafði betur í öllum sjö svokallaðra sveifluríkja og fær alls 312 kjörmannaatkvæði, samanborið við 226 atkvæði Harris. Til þess að tryggja sér sigur þarf frambjóðandi 270 kjörmannaatkvæði. Sveiflu­rík­in sem Trump hafði þegar sigrað eru Penn­sylvan­ía, Wiscons­in, Michigan, Norður-Karólína, Nevada og Georgía.

Í forsetakosningunum 2020 vann Joe Biden Bandaríkjaforseti nauman sigur gegn Trump í Arizona með 50 prósent atkvæða gegn 48 prósentum Trumps.

Demókratar: 0
Repúblikanar: 0
Democrat Candidate
Republican Candidate
/>

*Skv. New York Times


Tengdar fréttir

Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum

Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann væri búinn að velja sér starfsmannastjóra fyrir komandi forsetatíð sína. Hún heitir Susie Wiles og verður fyrsta konan til að gegna embættinu síðan það var fyrst stofnað fyrir nærri því áttatíu árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×