Innlent

Ár frá mestu ham­förum síðari tíma og útboðshlé hjá Vega­gerðinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Í dag er ár liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Hamfarirnar eru einar þær mestu í sögunni. Í hádegisfréttum ræðum við, við bæjarstjóra Grindavíkur sem er bjartsýnn á framtíð bæjarins þó jarðhræringum sé ekki lokið. 

Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega.

Donald Trump nýkjörinn Bandaríkjaforseti hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris í öllum sjö sveifluríkjunum. Hann hefur tryggt sér atkvæði 312 kjörmanna af 538. 

Veðuráhlaupið í vor hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og matvælabirgðir í landinu. Stjórn bændasamtaka Íslands segir þurfa að gera úrbætur á tryggingavernd bænda en meira og minna allt tjón sem þeir urðu fyrir var ótryggt.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 10. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×