Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 14:06 Tryggvi Snær Hlinason var öflugur undir körfunni í spænska körfuboltanum í dag eins og við þekkjum svo vel í leikjum íslenska landsliðsins. Getty/Serhat Cagdas Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket urðu að sætta sig við svekkjandi tap á útivelli í æsispennandi leik við Basquet Girona, 100-94, í spænsku ACB deildinni í körfubolta í dag. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu eftir að Bilbao hafði verið yfir stærstan hluta leiksins. Tryggvi átti sinn besta leik á tímabilinu og var langstighæstur í sínu liði með 24 stig. Íslenski landsliðsmiðherjinn átti fullkominn leik því hann klikkaði ekki á skoti í leiknum, hitti úr öllum níu skotum sínum utan af velli og öllum sex vítum sínum. Tryggvi skoraði þessi 24 stig á 26 mínútu, hann tók 7 fráköst, tróð boltanum þrisvar í körfuna og varði 1 skot. Bilbao vann með þremur stigum þegar hann var inn á vellinum. Tryggvi jafnaði með þessu sinn besta persónulega árangur en hann hafði mest áður skorað 24 stig í einum leik í ACB-deildinni en það gerði hann fyrir Zaragoza liðið í janúar 2021. Tryggvi var kominn með fimm stig eftir fyrsta leikhlutann og Bilbao leiddi þá með sex stigum, 23-17. Tryggvi hitti úr fjórum fyrstu skotum sínum og var kominn með níu stig á fyrstu átta mínútum sínum. Bilbao missti niður forskotið þegar hann settist á bekkinn og var bara þremur stigum yfir fyrir hálfeik, 39-36. Bilbao byrjaði seinni hálfleikinn 8-2 og var áfram með frumkvæðið. Liðið var engu að síður bara þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-58. Fjórði og síðasti leikhlutinn var síðan æsispennandi. Tryggvi fór þar fyrir sínu liði, skoraði ellefu stig í leikhlutanum. Girona tókst samt að taka forystuna með góðum endakafla og endanlega með því að setja niður þriggja stiga skot þrettán sekúndum fyrir leikslok. Tryggvi tryggði Bilbao framlengingu með því að taka sóknarfrákast og skila boltanum í körfuna á síðustu sekúndunum. 88-88 og framlenging því staðreynd. Girona skoraði átta fyrstu stigin í framlengingunni og landaði síðan flottum endurkomusigri. Spænski körfuboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu eftir að Bilbao hafði verið yfir stærstan hluta leiksins. Tryggvi átti sinn besta leik á tímabilinu og var langstighæstur í sínu liði með 24 stig. Íslenski landsliðsmiðherjinn átti fullkominn leik því hann klikkaði ekki á skoti í leiknum, hitti úr öllum níu skotum sínum utan af velli og öllum sex vítum sínum. Tryggvi skoraði þessi 24 stig á 26 mínútu, hann tók 7 fráköst, tróð boltanum þrisvar í körfuna og varði 1 skot. Bilbao vann með þremur stigum þegar hann var inn á vellinum. Tryggvi jafnaði með þessu sinn besta persónulega árangur en hann hafði mest áður skorað 24 stig í einum leik í ACB-deildinni en það gerði hann fyrir Zaragoza liðið í janúar 2021. Tryggvi var kominn með fimm stig eftir fyrsta leikhlutann og Bilbao leiddi þá með sex stigum, 23-17. Tryggvi hitti úr fjórum fyrstu skotum sínum og var kominn með níu stig á fyrstu átta mínútum sínum. Bilbao missti niður forskotið þegar hann settist á bekkinn og var bara þremur stigum yfir fyrir hálfeik, 39-36. Bilbao byrjaði seinni hálfleikinn 8-2 og var áfram með frumkvæðið. Liðið var engu að síður bara þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-58. Fjórði og síðasti leikhlutinn var síðan æsispennandi. Tryggvi fór þar fyrir sínu liði, skoraði ellefu stig í leikhlutanum. Girona tókst samt að taka forystuna með góðum endakafla og endanlega með því að setja niður þriggja stiga skot þrettán sekúndum fyrir leikslok. Tryggvi tryggði Bilbao framlengingu með því að taka sóknarfrákast og skila boltanum í körfuna á síðustu sekúndunum. 88-88 og framlenging því staðreynd. Girona skoraði átta fyrstu stigin í framlengingunni og landaði síðan flottum endurkomusigri.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira