Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar 10. nóvember 2024 16:01 Nú um helgina er ár síðan við Grindvíkingar þurftum að rýma Grindavík og sá dagur rennur mér seint úr minni. Það er svo stutt síðan en á sama tíma svo óralangt síðan. Sjálfur er ég ekki fæddur og uppalinn í Grindavík en það breytir ekki því að ég er og verð alltaf Grindvíkingur, þarna var vel tekið á móti mér og samfélagið var stórkostlegt. Ég sakna ekki andvarans í Grindavík en ég sakna samfélagsins. Ég sem Grindvíkingur hef þurft að svara alls konar spurningum og vangaveltum kjölfar eldsumbrota eins og: Ætlar þú í alvöru að flytja til baka? Af hverju er verið að borga ykkur út og byggja varnargarða? Er ekki nóg að gera annað hvort? Ég vona að það fari hraun yfir bæinn og Grindavík þurrkist út. Þið fenguð nú ótrúlega gott fyrir húsin ykkar, eruði ekki bara sátt? Grindavík er búin og það fer aldrei neinn þangað aftur. Það hafa nú flestir flutt og þið hafið fengið húsin borguð út án þess að greiða sölulaun. Eruð þið að drekka hérna frítt kaffi? Þið Grindvíkingar fáið allt frítt! Allt eru þetta vangaveltur sem ég hef heyrt og sumar þeirra á fyrstu vikum eftir rýmingu. Ég segi fyrir mitt leyti að ég vil búa í samfélagi sem grípur þá sem lenda í áfalli eins og þessu og er þakklátur fyrir að vera gripinn sem íbúi Grindavíkur. Grindavík er öflugur sjávarútvegsbær, staður þar sem fjölskyldur hafa lifað og starfað í kynslóðir og byggt upp sterkt samfélag með djúpum rótum í sjávarútvegi og samheldni. Nú stendur Grindavík frammi fyrir gríðarlegum áskorunum. Það er ólýsanlegt áfall fyrir fjölskyldur að missa heimili sín og griðarstað, þau öruggu svæði þar sem þau hafa átt líf sitt og minningar. Áfallið er að koma fram hægt og rólega, eins og innri bylgja sorgar sem smám saman skellur á, þegar fólk áttar sig á því að það þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. Börnin sérstaklega, þau þurfa að koma sér fyrir í nýjum samfélögum, oft fjarri vinum sínum og daglegu lífi sem þau þekktu. Þau missa vini sína, skólaumhverfið sitt og einfaldleikann sem fylgir því að hafa fastan sess í samfélaginu sínu. Þetta reynir á börnin á marga vegu og það kallar á að við leggjum okkur fram um að styðja þau í þessari breytingu, með hlýju og skilningi. Mikilvægt er að halda möguleikanum opnum að Grindvíkingar geti farið til baka, til bæjarins sem þeir elska. Stjórnvöld þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þann möguleika raunhæfan. Þangað til þarf að huga vel að grindvíska samfélaginu, hjálpa fjölskyldum að koma undir sig fótunum og bjóða þeim andlega þjónustu sem styrkir þau á þessum erfiðu tímum. Við þurfum að sjá til þess að andleg líðan fólks fái þann stuðning sem hún þarfnast og tryggja að Grindvíkingar upplifi að samfélagið standi með þeim, hvar sem þau eru.Grindvíkingar eru nú á mjög ólíkum stað varðandi framtíðina. Sumir eru tilbúnir til að snúa aftur heim, aðrir vilja bíða og sjá hvernig málin þróast, á meðan enn aðrir hafa ákveðið að leita á ný mið. Spurningin er: Hvað þarf til að Grindavík geti aftur orðið það samfélag sem það var? Ein lausn gæti verið að leyfa fólki að hafa afnot af húsum sínum og greiða aðeins lágmarkskostnað fyrir þá dvöl. Með þessu gætu Grindvíkingar sjálfir séð um heimili sín, tryggt að þau standist tímans tönn og þannig aukið líkurnar á því að fólkið snúi aftur í meira mæli. Þetta myndi ekki einungis styrkja samfélagið heldur veita hverjum og einum möguleika á að finna aftur til tengingar við það sem þeir kalla „heima“ í Grindavík. Til þess að þetta verði mögulegt þarf að skapa aðstæður fyrir fólk til að dvelja þar, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Þetta myndi gera Grindvíkingum kleift að finna aftur til öryggis og festa rætur í sinni heimabyggð, að þeim forsendum sem henta þeim best. Grindavík er ekki bara bær heldur lífsandi sem býr í fólkinu. „Þú tekur kannski Grindavík frá okkur en Grindavík tekur þú ekki úr okkur.“ Við erum Grindvíkingar og hversu langur sem vegurinn verður, viljum við fá samfélagið okkar aftur, því samheldnin og kærleikurinn sem við deilum er ómetanlegur. Lengi lifi Grindavík! Höfundur er frambjóðandi á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Nú um helgina er ár síðan við Grindvíkingar þurftum að rýma Grindavík og sá dagur rennur mér seint úr minni. Það er svo stutt síðan en á sama tíma svo óralangt síðan. Sjálfur er ég ekki fæddur og uppalinn í Grindavík en það breytir ekki því að ég er og verð alltaf Grindvíkingur, þarna var vel tekið á móti mér og samfélagið var stórkostlegt. Ég sakna ekki andvarans í Grindavík en ég sakna samfélagsins. Ég sem Grindvíkingur hef þurft að svara alls konar spurningum og vangaveltum kjölfar eldsumbrota eins og: Ætlar þú í alvöru að flytja til baka? Af hverju er verið að borga ykkur út og byggja varnargarða? Er ekki nóg að gera annað hvort? Ég vona að það fari hraun yfir bæinn og Grindavík þurrkist út. Þið fenguð nú ótrúlega gott fyrir húsin ykkar, eruði ekki bara sátt? Grindavík er búin og það fer aldrei neinn þangað aftur. Það hafa nú flestir flutt og þið hafið fengið húsin borguð út án þess að greiða sölulaun. Eruð þið að drekka hérna frítt kaffi? Þið Grindvíkingar fáið allt frítt! Allt eru þetta vangaveltur sem ég hef heyrt og sumar þeirra á fyrstu vikum eftir rýmingu. Ég segi fyrir mitt leyti að ég vil búa í samfélagi sem grípur þá sem lenda í áfalli eins og þessu og er þakklátur fyrir að vera gripinn sem íbúi Grindavíkur. Grindavík er öflugur sjávarútvegsbær, staður þar sem fjölskyldur hafa lifað og starfað í kynslóðir og byggt upp sterkt samfélag með djúpum rótum í sjávarútvegi og samheldni. Nú stendur Grindavík frammi fyrir gríðarlegum áskorunum. Það er ólýsanlegt áfall fyrir fjölskyldur að missa heimili sín og griðarstað, þau öruggu svæði þar sem þau hafa átt líf sitt og minningar. Áfallið er að koma fram hægt og rólega, eins og innri bylgja sorgar sem smám saman skellur á, þegar fólk áttar sig á því að það þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. Börnin sérstaklega, þau þurfa að koma sér fyrir í nýjum samfélögum, oft fjarri vinum sínum og daglegu lífi sem þau þekktu. Þau missa vini sína, skólaumhverfið sitt og einfaldleikann sem fylgir því að hafa fastan sess í samfélaginu sínu. Þetta reynir á börnin á marga vegu og það kallar á að við leggjum okkur fram um að styðja þau í þessari breytingu, með hlýju og skilningi. Mikilvægt er að halda möguleikanum opnum að Grindvíkingar geti farið til baka, til bæjarins sem þeir elska. Stjórnvöld þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þann möguleika raunhæfan. Þangað til þarf að huga vel að grindvíska samfélaginu, hjálpa fjölskyldum að koma undir sig fótunum og bjóða þeim andlega þjónustu sem styrkir þau á þessum erfiðu tímum. Við þurfum að sjá til þess að andleg líðan fólks fái þann stuðning sem hún þarfnast og tryggja að Grindvíkingar upplifi að samfélagið standi með þeim, hvar sem þau eru.Grindvíkingar eru nú á mjög ólíkum stað varðandi framtíðina. Sumir eru tilbúnir til að snúa aftur heim, aðrir vilja bíða og sjá hvernig málin þróast, á meðan enn aðrir hafa ákveðið að leita á ný mið. Spurningin er: Hvað þarf til að Grindavík geti aftur orðið það samfélag sem það var? Ein lausn gæti verið að leyfa fólki að hafa afnot af húsum sínum og greiða aðeins lágmarkskostnað fyrir þá dvöl. Með þessu gætu Grindvíkingar sjálfir séð um heimili sín, tryggt að þau standist tímans tönn og þannig aukið líkurnar á því að fólkið snúi aftur í meira mæli. Þetta myndi ekki einungis styrkja samfélagið heldur veita hverjum og einum möguleika á að finna aftur til tengingar við það sem þeir kalla „heima“ í Grindavík. Til þess að þetta verði mögulegt þarf að skapa aðstæður fyrir fólk til að dvelja þar, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Þetta myndi gera Grindvíkingum kleift að finna aftur til öryggis og festa rætur í sinni heimabyggð, að þeim forsendum sem henta þeim best. Grindavík er ekki bara bær heldur lífsandi sem býr í fólkinu. „Þú tekur kannski Grindavík frá okkur en Grindavík tekur þú ekki úr okkur.“ Við erum Grindvíkingar og hversu langur sem vegurinn verður, viljum við fá samfélagið okkar aftur, því samheldnin og kærleikurinn sem við deilum er ómetanlegur. Lengi lifi Grindavík! Höfundur er frambjóðandi á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun