Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar 10. nóvember 2024 13:17 10. nóvember er runninn upp og ég veit ekki hvernig mér á að líða. Frá því að ég sat í sal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir ári síðan að hlusta á fulltrúa Palestínu og Ísraels að tala sínu máli um leið og ég fylgdist með í símanum þeim ósköpum sem raungerðust í Grindavík hefur svo margt gerst. Tilfinningarnar hafa verið allskonar og efast ég um að við séum enn búin að átta okkur á því sem er í gangi eða því sem hefur gengið á. Ár samkenndar Frá fyrsta degi höfum við fundið fyrir mikilli samkennd og samhug frá þjóðinni allri. Það er ólýsanlegt hversu miklu máli það hefur skipt, gefið okkur trú og von til að halda áfram. Almennt heyri ég bara góðar sögur af því að vel sé tekið á móti fólki í nýjum samfélögum, það boðið velkomið og sýndur samhugur og höfum við fjölskyldan svo sannarlega slíka sögu að segja hér í Reykjanesbæ. Samfélagið í Grindavík er einstakt og hefur sýnt einstakan styrk síðastliðið ár og er fátt betra en samverustundir með fólkinu úr Grindavík, á körfuboltaleikjunum, íþróttamótunum, á tónleikum, í nýju hverfisbúðinni og í Grindavík sjálfri. Mikilvægast er að samstaðan og samhugurinn haldi áfram og mun verða gott að hitta fólkið úr Grindavík í dag á tónleikum, í Kvikunni og Kirkjunni. Viðbrögð og uppbygging Gríðarleg vinna hefur farið fram víða til að takast á við þessar náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra. Verkefnið er stórt og óendanlega fjölbreytt. Áskoranirnar eru margar, sumar hefur tekist að yfirstíga á meðan aðrar eru í farvegi og enn aðrar ekki uppgötvaðar ennþá. Við verðum að hafa seiglu og þor til að halda verkefninu áfram og hraða úrlausn mála eins hratt og hægt er. Uppkaup á íbúðarhúsnæði er langstærsta og mikilvægasta aðgerðin þar sem fólki var gefin svör um stöðu eigna þeirra um leið og þeim var veitt frelsi til að ákvarða nýjan samastað og nýtt upphaf á sínum forsendum. Hjálpað til sjálfshjálpar. Leigustuðningur, þjónustumiðstöð, þjónustuteymi, leiguíbúðir keyptar, rekstrarstuðningur fyrir fyrirtæki og lengi mætti telja af úrræðum sem hafa komið. Þar eru samt enn margar áskoranir hjá þeim sem ekki féllu undir lögin um uppkaup íbúðahúsnæðis, þeir sem áttu einnig atvinnurekstur eða atvinnuhúsnæði sem er ónothæft út af ýmsum aðstæðum. Mörg fyrirtæki geta ekki nýtt eignir sínar, fá ekki fyrirgreiðslur í bönkum né tryggingafélögum um leið og stuðningsaðgerðirnar henta ekki við öll tilfelli. Það hafa ekki allir fundið sér nýtt íbúðarhúsnæði og eru margir sem búa við fjárhagsvandræði eftir ósköpin og félagslegar áskoranir eru margar. Því skal ekki gleymt að fólk og fyrirtæki í Grindavík glímdu mörg hver við stórar áskoranir fyrir 10. nóvember 2023. Varnargarðar hafa verið byggðir af myndarskap, veitukerfin gerð virk að nýju, nýir vegir lagðir, jarðkannanir og sprungufyllingar ásamt ýmsum öðrum framkvæmdaverkefnum. Þetta gerir það að verkum að bærinn okkar er opinn í dag og virkar. Lífið eykst jafnt og þétt og viðgerðir halda áfram. Grindavík er öflugt atvinnusvæði í dag og til framtíðar og verður aftur frábær staður til að búa á með öflugu samfélagi þegar náttúran og maðurinn hafa aðlagast. Fjölga þarf ákvörðunum sem eru teknar af heimamönnum eða nær vettvangi í Grindvík. Fulla ferð áfram Við verðum að halda í trúnna, fá að aðlagast náttúrunni, vera treyst fyrir eigin heimavelli og leyfa atvinnulífinu að byggjast upp, leyfa gestum að koma í bæinn og þeir sem það vilja og treysta sér til eiga að fá að búa í bænum. Þetta er að mínu mati ásættanleg áhætta sem mun draga úr afleiðingum atburðanna, vera hluti af úrvinnslunni, skapa lausnir á núverandi áskorunum og skapa líf í Grindavík að nýju. Við vitum af hættunni fyrir utan bæinn og að fara verði varlega en heimamenn þurfa að fá að taka þá ábyrgð sjálfir. Virðingu verður að bera fyrir aðstæðum, ákvörðunum og tilfinningum hvors annars. Þó við séum ekki sammála þá erum við öll í sama liði sem er að berjast í sama leiknum til sigurs. Stjórnvöld voru nægilega sterk til að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir. Samstaðan á Alþingi hefur verið mikil gagnvart Grindavík þó það fari minna fyrir því í umræðunni í dag þegar Sjálfstæðisflokkurinn er gagnrýndur fyrir stöðu efnahagsmála og aukin útgjöld án þess að tekið sé tillit til atburðanna hér á Reykjanesi í þeirri gagnrýni. Hagur þjóðarinnar var nægilega burðugur til að takast á við þetta mikla áfall og skiptir miklu máli að við séum undirbúin undir það sem kann að koma síðar. Verkefnin eru áfram mörg og ákvarðanirnar sem þarf áfram að taka eru til staðar. Við Grindvíkingar erum gríðarlega stolt og innilega þakklát fyrir alla þá aðstoð, hlýju, stuðning og samhug sem við höfum fengið frá þjóðinni og segjum TAKK! Höfundur er Grindvíkingur og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
10. nóvember er runninn upp og ég veit ekki hvernig mér á að líða. Frá því að ég sat í sal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir ári síðan að hlusta á fulltrúa Palestínu og Ísraels að tala sínu máli um leið og ég fylgdist með í símanum þeim ósköpum sem raungerðust í Grindavík hefur svo margt gerst. Tilfinningarnar hafa verið allskonar og efast ég um að við séum enn búin að átta okkur á því sem er í gangi eða því sem hefur gengið á. Ár samkenndar Frá fyrsta degi höfum við fundið fyrir mikilli samkennd og samhug frá þjóðinni allri. Það er ólýsanlegt hversu miklu máli það hefur skipt, gefið okkur trú og von til að halda áfram. Almennt heyri ég bara góðar sögur af því að vel sé tekið á móti fólki í nýjum samfélögum, það boðið velkomið og sýndur samhugur og höfum við fjölskyldan svo sannarlega slíka sögu að segja hér í Reykjanesbæ. Samfélagið í Grindavík er einstakt og hefur sýnt einstakan styrk síðastliðið ár og er fátt betra en samverustundir með fólkinu úr Grindavík, á körfuboltaleikjunum, íþróttamótunum, á tónleikum, í nýju hverfisbúðinni og í Grindavík sjálfri. Mikilvægast er að samstaðan og samhugurinn haldi áfram og mun verða gott að hitta fólkið úr Grindavík í dag á tónleikum, í Kvikunni og Kirkjunni. Viðbrögð og uppbygging Gríðarleg vinna hefur farið fram víða til að takast á við þessar náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra. Verkefnið er stórt og óendanlega fjölbreytt. Áskoranirnar eru margar, sumar hefur tekist að yfirstíga á meðan aðrar eru í farvegi og enn aðrar ekki uppgötvaðar ennþá. Við verðum að hafa seiglu og þor til að halda verkefninu áfram og hraða úrlausn mála eins hratt og hægt er. Uppkaup á íbúðarhúsnæði er langstærsta og mikilvægasta aðgerðin þar sem fólki var gefin svör um stöðu eigna þeirra um leið og þeim var veitt frelsi til að ákvarða nýjan samastað og nýtt upphaf á sínum forsendum. Hjálpað til sjálfshjálpar. Leigustuðningur, þjónustumiðstöð, þjónustuteymi, leiguíbúðir keyptar, rekstrarstuðningur fyrir fyrirtæki og lengi mætti telja af úrræðum sem hafa komið. Þar eru samt enn margar áskoranir hjá þeim sem ekki féllu undir lögin um uppkaup íbúðahúsnæðis, þeir sem áttu einnig atvinnurekstur eða atvinnuhúsnæði sem er ónothæft út af ýmsum aðstæðum. Mörg fyrirtæki geta ekki nýtt eignir sínar, fá ekki fyrirgreiðslur í bönkum né tryggingafélögum um leið og stuðningsaðgerðirnar henta ekki við öll tilfelli. Það hafa ekki allir fundið sér nýtt íbúðarhúsnæði og eru margir sem búa við fjárhagsvandræði eftir ósköpin og félagslegar áskoranir eru margar. Því skal ekki gleymt að fólk og fyrirtæki í Grindavík glímdu mörg hver við stórar áskoranir fyrir 10. nóvember 2023. Varnargarðar hafa verið byggðir af myndarskap, veitukerfin gerð virk að nýju, nýir vegir lagðir, jarðkannanir og sprungufyllingar ásamt ýmsum öðrum framkvæmdaverkefnum. Þetta gerir það að verkum að bærinn okkar er opinn í dag og virkar. Lífið eykst jafnt og þétt og viðgerðir halda áfram. Grindavík er öflugt atvinnusvæði í dag og til framtíðar og verður aftur frábær staður til að búa á með öflugu samfélagi þegar náttúran og maðurinn hafa aðlagast. Fjölga þarf ákvörðunum sem eru teknar af heimamönnum eða nær vettvangi í Grindvík. Fulla ferð áfram Við verðum að halda í trúnna, fá að aðlagast náttúrunni, vera treyst fyrir eigin heimavelli og leyfa atvinnulífinu að byggjast upp, leyfa gestum að koma í bæinn og þeir sem það vilja og treysta sér til eiga að fá að búa í bænum. Þetta er að mínu mati ásættanleg áhætta sem mun draga úr afleiðingum atburðanna, vera hluti af úrvinnslunni, skapa lausnir á núverandi áskorunum og skapa líf í Grindavík að nýju. Við vitum af hættunni fyrir utan bæinn og að fara verði varlega en heimamenn þurfa að fá að taka þá ábyrgð sjálfir. Virðingu verður að bera fyrir aðstæðum, ákvörðunum og tilfinningum hvors annars. Þó við séum ekki sammála þá erum við öll í sama liði sem er að berjast í sama leiknum til sigurs. Stjórnvöld voru nægilega sterk til að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir. Samstaðan á Alþingi hefur verið mikil gagnvart Grindavík þó það fari minna fyrir því í umræðunni í dag þegar Sjálfstæðisflokkurinn er gagnrýndur fyrir stöðu efnahagsmála og aukin útgjöld án þess að tekið sé tillit til atburðanna hér á Reykjanesi í þeirri gagnrýni. Hagur þjóðarinnar var nægilega burðugur til að takast á við þetta mikla áfall og skiptir miklu máli að við séum undirbúin undir það sem kann að koma síðar. Verkefnin eru áfram mörg og ákvarðanirnar sem þarf áfram að taka eru til staðar. Við Grindvíkingar erum gríðarlega stolt og innilega þakklát fyrir alla þá aðstoð, hlýju, stuðning og samhug sem við höfum fengið frá þjóðinni og segjum TAKK! Höfundur er Grindvíkingur og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun