Handbolti

Annar sann­færandi sigur hjá læri­sveinum Al­freðs Gísla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins.
Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins. Getty/Marijan Murat

Þýska karlalandsliðið í handbolta byrjar undankeppni EM 2026 vel alveg eins og íslenska landsliðið.

Þjóðverjar, sem eru undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, hafa unnið tvo fyrstu leikina sína nokkuð örugglega.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli tryggja sér sæti á næsta Evrópumóti sem fer fram í janúar 2026.

Þýska liðið vann sjö marka útisigur á Tyrklandi, 36-29, í dag.

Í fyrsta leiknum fyrir helgi þá unnu Þjóðverjar níu marka sigur á Svisslendingum. Fjórða liðið í riðlinum er síðan Austurríki sem vann Tyrki með þremur mörkum í fyrsta leik.

Þýska liðið skoraði tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og var þá sex mörkum yfir, 20-14.

Tyrkir voru ekki alveg á því að gefa sig og náðu að minnka muninn í þrjú mörk í seinni hálfleiknum en nær komust þeir ekki.

Lukas Zerbe og Marko Grgic voru markahæstir hjá þýska liðinu með átta mörk hvor. Renars Uscins skoraði sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×