Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar 10. nóvember 2024 18:01 Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun