Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar 10. nóvember 2024 18:01 Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun