Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 11. nóvember 2024 07:31 Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast. En hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er kennarar barnanna þinna, þetta er hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslunni, þetta er lögregluþjóninn í hverfinu og slökkviliðsmaðurinn sem bjargar þér frá húsbruna. Það er því eðlilegt að spyrja: Er þetta fólk báknið í íslensku samfélagi? Svar mitt er skýrt: Nei, opinberir starfsmenn skipta lykilmáli í að standa undir velferð og öryggi borgaranna. Það á að gera kröfur til opinberra starfsmanna, að sjálfssögðu, en að þeir þurfi að sitja undir allskonar ómaklegum árásum á sig, meðal annars frá stjórnmálamönnum, er óboðlegt. Reynsla mín af því að hafa unnið hjá Veiðimálastofnun, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, og verið ráðherra í sjö ár er sú að opinberir starfsmenn sinni vinnu sinni af alúð, væntumþykju og metnaði fyrir íslensku samfélagi. Ég held að okkur væri nær að horfa til kjaramála opinberra starfsmanna, sérlega kvennastétta eins og kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fleiri hópa. Vanmat á virði þeirra er staðreynd í íslensku samfélagi og verður að breyta. Á kjörtímabilinu sem leið voru stigin mikilvæg skref í að greina og þróa aðferðafræði um virðismat starfa. Hún á að geta skilað okkur nauðsynlegum upplýsingum og faglegum staðreyndum um kerfisbundið vanmat kvennastarfa og byggja þannig undir að leiðrétta kynbundin launamun hið snarasta. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, hægri flokkarnir, tala um að skera niður í ríkisrekstri sem þýðir fækkun opinberra starfa. „Báknið burt“, segja þau við fólkið sem sinnir almannaþjónustu og þjóna almannahagsmunum. Þannig hefur hægrið búið til strámann úr opinberum starfsmönnum. Orðið „bústólpi“ merkir stoð og stytta búsins. Ef við heimfærum það á samfélagið getum við spurt: Eru opinberir starfsmenn bákn eða bústólpi? Hugsaðu málið. Höfundur er varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast. En hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er kennarar barnanna þinna, þetta er hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslunni, þetta er lögregluþjóninn í hverfinu og slökkviliðsmaðurinn sem bjargar þér frá húsbruna. Það er því eðlilegt að spyrja: Er þetta fólk báknið í íslensku samfélagi? Svar mitt er skýrt: Nei, opinberir starfsmenn skipta lykilmáli í að standa undir velferð og öryggi borgaranna. Það á að gera kröfur til opinberra starfsmanna, að sjálfssögðu, en að þeir þurfi að sitja undir allskonar ómaklegum árásum á sig, meðal annars frá stjórnmálamönnum, er óboðlegt. Reynsla mín af því að hafa unnið hjá Veiðimálastofnun, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, og verið ráðherra í sjö ár er sú að opinberir starfsmenn sinni vinnu sinni af alúð, væntumþykju og metnaði fyrir íslensku samfélagi. Ég held að okkur væri nær að horfa til kjaramála opinberra starfsmanna, sérlega kvennastétta eins og kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fleiri hópa. Vanmat á virði þeirra er staðreynd í íslensku samfélagi og verður að breyta. Á kjörtímabilinu sem leið voru stigin mikilvæg skref í að greina og þróa aðferðafræði um virðismat starfa. Hún á að geta skilað okkur nauðsynlegum upplýsingum og faglegum staðreyndum um kerfisbundið vanmat kvennastarfa og byggja þannig undir að leiðrétta kynbundin launamun hið snarasta. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, hægri flokkarnir, tala um að skera niður í ríkisrekstri sem þýðir fækkun opinberra starfa. „Báknið burt“, segja þau við fólkið sem sinnir almannaþjónustu og þjóna almannahagsmunum. Þannig hefur hægrið búið til strámann úr opinberum starfsmönnum. Orðið „bústólpi“ merkir stoð og stytta búsins. Ef við heimfærum það á samfélagið getum við spurt: Eru opinberir starfsmenn bákn eða bústólpi? Hugsaðu málið. Höfundur er varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun