Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 20:04 Sterku systurnar, frá vinstri, Sigríður, María og Guðrún Hulda. Með þeim er mamma þeirra, Jóna Konráðsdóttir og þjálfari þeirra, Þórunn Brynja Jónsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár systur á Selfossi slá ekki slöku við þessa dagana því þær eru að æfa sig á fullum krafti fyrir heimsmeistaramót í kraftlyftingum þar sem þær munu keppa fyrir Íslands hönd. Mamma þeirra er dugleg að fylgja þeim á æfingar og hvetja þær áfram. Hér erum við að tala um systurnar Guðrúnu Huldu, Maríu og Sigríði, Sigurjónsdætur, sem eru að fara að keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ. Ísland verður með sjö keppendur en aldrei áður hafa svo margir keppendur frá landinu verið á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum. Þjálfari systranna er mjög ánægð með þær. „Þær eru helsterkar, samviskusamar og mjög öflugar íþróttakonur allar þrjár. Þær eru náttúrulega mjög skemmtilegar það er nú fyrir það fyrsta. Þær hlusta ekki á neitt múður. Ef ég gleymi mér og fer að tala við einhvern þá er bara kallað á mann á æfingu en það er alveg sama hvað ég spyr þær, ég hef áhyggjur kannski hvort þetta sé erfitt eða eitthvað en það er alveg saman, það er alltaf það sama, „ég er góð”, segir Þórunn Brynja Jónasdóttir, þjálfari systranna. Og mamma systranna, Jóna mætir oft á æfingar hjá þeim og hvetur þær áfram og er að sjálfsögðu mjög stolt af þeim. „Jú, auðvitað,” segir Jóna. Systurnar munu keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst heimsmeistaramótið í systurnar? „Við erum mjög spenntar, hrikalega vel, ég er ekkert eðlilega spennt,” segja systurnar. En hvað er svona skemmtilegast við þetta allt saman? „Bara að sjá hvað maður er sterkur og félagsskapurinn og við erum líka alltaf að bæta okkur og keppnin á móti hvor annarri,” bæta systurnar við. En hver er nú sterkust af þeim systrum? „Núna er það ég eins og er,” segir Sigríður en þá fóru Guðrún Hulda og María báðar að hlægja og bættu við að þær væru allar mjög góðar vinkonur og alltaf mjög duglegar að hjálpast að og hvetja hvor aðra áfram. Mótið leggst mjög vel í systurnar þrjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kraftlyftingar Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hér erum við að tala um systurnar Guðrúnu Huldu, Maríu og Sigríði, Sigurjónsdætur, sem eru að fara að keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ. Ísland verður með sjö keppendur en aldrei áður hafa svo margir keppendur frá landinu verið á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum. Þjálfari systranna er mjög ánægð með þær. „Þær eru helsterkar, samviskusamar og mjög öflugar íþróttakonur allar þrjár. Þær eru náttúrulega mjög skemmtilegar það er nú fyrir það fyrsta. Þær hlusta ekki á neitt múður. Ef ég gleymi mér og fer að tala við einhvern þá er bara kallað á mann á æfingu en það er alveg sama hvað ég spyr þær, ég hef áhyggjur kannski hvort þetta sé erfitt eða eitthvað en það er alveg saman, það er alltaf það sama, „ég er góð”, segir Þórunn Brynja Jónasdóttir, þjálfari systranna. Og mamma systranna, Jóna mætir oft á æfingar hjá þeim og hvetur þær áfram og er að sjálfsögðu mjög stolt af þeim. „Jú, auðvitað,” segir Jóna. Systurnar munu keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst heimsmeistaramótið í systurnar? „Við erum mjög spenntar, hrikalega vel, ég er ekkert eðlilega spennt,” segja systurnar. En hvað er svona skemmtilegast við þetta allt saman? „Bara að sjá hvað maður er sterkur og félagsskapurinn og við erum líka alltaf að bæta okkur og keppnin á móti hvor annarri,” bæta systurnar við. En hver er nú sterkust af þeim systrum? „Núna er það ég eins og er,” segir Sigríður en þá fóru Guðrún Hulda og María báðar að hlægja og bættu við að þær væru allar mjög góðar vinkonur og alltaf mjög duglegar að hjálpast að og hvetja hvor aðra áfram. Mótið leggst mjög vel í systurnar þrjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kraftlyftingar Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira