„Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2024 07:01 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði og rithöfundur hefur sent frá sér athyglisverða bók. Hún er á nokkrum plönum og milli þess sem hann rekur viðureign við kvilla sem hafði nærri því rænt hann vitinu rekur hann ýmsilegt athyglisvert sem hann hefur upplifað. vísir/anton brink Prófessor Eiríkur Bergmann hefur sent frá sér bókina Óvæntur ferðafélagi en þar gengur hann nær sjálfum sér en hann hefur áður gert. Hann segir frá svæsnu einelti sem hann varð fyrir og óboðnum gesti, fyrirbæri sem heitir Severe Tinnitus Disorder og er ólæknandi suð í eyrum. „Fólk sem fær þetta eins og ég er alveg slegið út, margir fyrirfara sér og aðrir verða alveg að gjalti. En ég rataði út, blessunarlega,” segir Eiríkur. Að ráði sálfræðings fann hann nafn á sjúkdóminn, kallar hann Tínu, og hann segir að hann hefði alveg getað orðið fastur í þessu ef hann hefði ekki náð, með því að leggja talsvert á sig, að skipta um afstöðu. Bókin fjallar öðrum þræði um viðureign Eiríks við þennan ófögnuð, hún byggir á dagbókarbrotum sem hann hóf að skrifa þegar hann tókst á við Tínu en samhliða tók hann að líta um öxl og upp teiknast athyglisverð minningarbrot sem tóku á sig heillega mynd endurminninga. „Ég er enn að reyna að venja mig á að tala um þetta, þetta er allt öðru vísi en það sem ég hef sent frá mér. Ég veit ekki alveg hvernig maður á að tala um þetta.“ Þetta er afar persónuleg bók? „Já, þetta er allt annað en ég hef skrifað áður. Þetta er ekkert annað en persónuleg bók, hún er ekki um neitt annað og ég hef aldrei sent frá mér neitt persónulegt áður. Ég hef varla notað orðið ég í opinberri umræðu áður. Svo allt í einu segir maður ekkert annað en ég. Það er skrítið.“ Gengur óbærilega nærri sjálfum sér Og ekki er hægt að segja annað en að þú gangir býsna nærri þér? „Óbærilega. Það er nú málið. Að opna sig svona. Ég er einhvern veginn neyddur til að horfast í augu við sjálfan mig og það er þarna. Sú er staða málsins.“ Meðal annars segir af svæsnu einelti sem þú lentir í á unglingsárum? „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hvaða áhrif það hafði fyrr en ég var þvingaður til að staldra við og horfa ekki stöðugt fram á við eins og ég hef alltaf gert. Ég þurfti að horfast í augu við það en mér finnst það sigursaga líka. Að hafa ekki dvalið of mikið við það í lífinu. Þó það hafi haft afgerandi áhrif á mann.“ Eiríkur segir lærdóminn vera þann að maður ræður því sjálfur hvernig manni líður og hvernig maður hefur það. „Og hvernig lífið leikur mann. Það hefði verið auðvelt að skrifa alla þessa sögu út frá þjáningum fórnarlambs, að taka þá afstöðu. Ég vildi það ekki og sé ekki lífið með þeim augum. En þegar maður lendir í kvilla sem þessum er auðvelt að fara í svoleiðis far. Ég vildi alls ekki vera þar. Sú er ekki mín lífsafstaða. Ég er bara að segja frá. Ók. Hvernig hagaði ég þessu, hvernig spilaði ég úr þessu?“ Hin ónauðsynlega tilvist hóflegs eineltis Hugur blaðamanns hvarflar að greinarkorni sem Guðbergur Bergsson skrifaði í DV, þar sem hann fjallar um nauðsyn hóflegs eineltis, stríðni? Þetta er afar Guðbergskur pistill þar sem hann spyr til að mynda hvað hefði orðið úr Stefáni Karli heitnum leikara ef honum hefði ekki verið strítt? Stefán Karl Stefánsson heitinn beitti sér gegn einelti sem hann kynnist af eigin raun á yngri árum.vísir/andri marinó „Jújú, sko, ég vildi gjarnan hafa verið laus við þessa reynslu. En auðvitað verður líka til einhver svona kraftur; ég skal sýna hvað í mér býr. Það kemur einhver svoleiðis þörf, að sanna sig á einhvern hátt. Það er heldur ekki gott veganesti í lífinu, að vera alltaf að sanna sig.“ Stefán Karl kemur reyndar við sögu í bókinni. „Já, ég sótti í hans hugsun með þetta og oft. Það hvernig hann vann úr ýmsu finnst mér aðdáunarvert. Hann hjálpaði syni mínum í gegnum tourette syndrome, breytti því úr galla í kost í huga hans. Það var flott við Stebba. Hann gat stillt af miðið með sínum sérstaka hætti.“ Eiríkur Bergmann Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði og rithöfundur. Eiríkur kemur víða við í frásögn sinni og í raun með ólíkindum hversu víða hann hefur komið við sögu og farið. Hann gerðist til að mynda götublaðamaður á sínum tíma, á Helgarpóstinum, og hann segir það böl hins skrifaða manns að bregðast við því að setjast heldur við lyklaborðið frekar en að fara í svifdrekaflug. Þetta eru gríðarleg afköst á ritvellinum, þar sem þú hefur ekki einungis fengist við fræðaskrif heldur einnig við að skrifa skáldskap? „Já, þetta er orðið ansi mikið. Ég fann einhverja hillu fyrir mig alþjóðlega á mínu fræðasviði. Það hefur verið mín mesta ánægja í starfi, þetta alþjóðlega samstarf og að komast þangað. Þar hefur þetta dót frá mér verið tekið til kostanna og notað. Veröldin er vettvangurinn fyrir það. Það finnst mér nærandi.“ Alger örvænting greip Eiríki Eiríkur hefur flækst um heiminn vítt og breytt og hann segir það hafa verið sína blessun, að losna af landinu. Tína virtist hins vegar ætla að jafna þann leik. „Hún gerði vart við sig fyrir sléttum fjórum árum. Þá snemma hausts. Þetta var á Covid-tímanum og gerist skyndilega. Haustið 2020. Það greip mig algjör örvænting, sem ég lýsi og svo flýjum við dóttir mín land við illan leik. Þá er allt meira og minna lokað en þá hefst einhver batavegur. Margt kómískt þar,“ segir Eiríkur sem lýsir því að hann hafi til að mynda gerst meðlimur í jógahópi, með einhvers konar heimskosmos-fólki sem var honum framandi heimur. „Það bjargaði mér í raun og veru út úr þessu, hlusta á eitthvað sem er mér óeiginlegt að gefa gaum.“ Eiríkur var fullur örvæntingar og var í raun til í að reyna bókstaflega allt, hann greip hvert hálmstrá sem gafst. „Þessi kvilli truflar mig ekki lengur. Ég er ekki þjakaður af þessu. Það er engin lækning til en það er til lausn sem felst í því að segja bara „fokk it“. Vertu hér ef þú vilt og allt í góðu með það og þá hættirðu smám saman að taka eftir þessu.“ Eiríkur segist hafa gengið óbærilega nærri sér þegar hann skrifaði bókina Óvæntur ferðafélagi. Hún sé ólík öllu sem hann hefur áður skrifað og sent frá sér.vísir/anton brink Eiríkur reynir að lýsa þessu og nefnir sem dæmi miðstöðina í bílnum, þú heyrir ekkert í henni ef þú gefur henni ekki gaum. „Þetta er hljóð sem skiptir engu máli. En meðan þú ert að díla við þetta sem aðskotahlut þá heyrir þú ekkert annað. Svo er hægt að hunsa þessu og það tók mig lengstan tíma, ekki veita því athygli. En þetta truflar mig ekki lengur, háir mér ekki.“ Maður tveggja heima Eiríkur þarf þó að gæta sín á einu og öðru sem sálfræðingurinn kallar „dulið álag“. Eiríkur átti erfitt með að koma auga á það. „Gott og vel, ég fellst á það. Þú sérð þennan útgáfulista, þetta er engin hemja, ég hef verið að og ég þarf að gæta mín á því að vera það ekki. En málið er að mér hefur alltaf þótt svo gaman. Það er heila málið og það er greinilega ekkert frábært heldur til lengdar. Nú er ég mikið í rómönsku Ameríku að ganga á milli staða. Ég var alltaf áður að skrifa en nú er ég bara spássera um og svona. Testa guacamólíið.“ Minningar Eiríks, sem blandast inn í frásögn af viðureign hans við Tínu, er jafnframt ferðasaga og á nokkrum plönum. „Ég fattaði það þegar ég fór að skrifa að ég hef verið víðar en margur annar. Eitt er að ferðast en annað að fá að vera svona inni í samfélögunum og ég hef fengið í gegnum mín störf, þá sérðu hlutina öðruvísi; Afríku, Rússland, S-Ameríku, Evrópu… ég uppgötvaði að ég deili ekki afstöðu minni með öllum.“ Eiríkur segir að ekki allir geti samsamað sig því sem hann hefur reynt, að vera í Ríó de Janeró, sitja kvöldverð í Kreml eða kenna í Afríku, svo eitthvað sé nefnt; þetta sé ekki sjálfsagt. „Þetta er ekki það sem tilheyrir lífi flests fólks og hefur áhrif á hvernig maður sér veröldina. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að það væri eitthvað í þessu fyrr en ég fór að skrifa þetta. Ég er maður tveggja heima, alþýðustrákur úr Breiðholti, en svo hef ég stundum starfa míns vegna á fræðasviðinu, flögrað um veislusali fíneríisins. Ég er að reyna að brúa þetta. Ég tilheyri ekki öðrum hvorum heiminum heldur báðum.“ Tína kveikjan að endurminningunum Ók. En, spólum aðeins til baka. Hvernig vannstu þessa bók? Þú skiptir stöðugt milli sögusviða? „Þetta byrjaði sem dagbók í því ástandi sem ég lenti í, svo fór ég að skrifa minningar um eitt og annað úr mínu lífi. Þetta voru sem sé ólík viðfangsefni, annars vegar glíman við Tínu og svo glíman við mína eigin sögu. En hvort tveggja párið kom úr sömu rót, hvort tveggja var viðbragð við kvillanum. Kveikjan var sú sama. Og svo fór ég flétta þessu tvennu saman. Eða semsé þetta að vera alveg sleginn út úr lífinu sem gerðist við komu hennar.“ En tinnitusinn er kveikjan? „Já.“ Svolítið magnað hvernig þessi kvilli opnar á þetta allt? „Já, ég er maður sem hef alltaf litið til framtíðar og haft miðið á þeim verkefnum sem ég sinni, fram á veg. En svo allt í einu er ég sleginn út og er í raun þvingaður til að takast á við sjálfan mig.“ Eiríkur segir að það hafi ekki verið síður erfitt að takast á við sig sjálfan sig og svo kvillann sem slíkan. Til að mynda erfið unglingsár, þá? „Í og með, já. Ég átti góða æsku að mestu leyti en lenti svo í slæmu einelti og þurfti aðeins að takast á við það í þessari bók.“ Ólafur Ragnar var ekki fyrstur til að verja Ísland Svo þegar líður á bókina kemur á daginn að þú hefur í raun komið að furðu mörgum og miklum vendingum í íslenskri stjórnmálasögu? „Það er nú allt fyrir tilviljun,“ segir Eiríkur en hann gerir minna úr því en efni standa til. Svo dæmi sé nefnt: Ólaf Ragnar Grímsson forseti Íslands, þú segir hann fara með rangt mál þegar hann hreykist af því að hafa verið fyrstur og lengi vel einn sem stóð upp í hárinu á Bretaveldi í því sem hefur verið kallað Icesave? „Já, ég var þarna á undan að skrifa í bresku blöðin en hann gnæfði auðvitað yfir þegar hann steig inn á sviðið. En hann var ekki fyrstur.“ Ólafur Ragnar Grímsson er eini forseti lýðveldisins sem synjað hefur lögum frá Alþingi staðfestingar.Stöð 2/Arnar Menn keppast við að skrifa endursöguna, svona eftir því sem best hentar? „Og ég var líka í endalausum viðtölu við erlendu pressuna, bara eiginlega í fullri vinnu við það þarna fyrstu vikuna. Sjálfboðavinnu auðvitað. Hér voru allir lamaðir.“ Þú lagðist í talsvert miklar rannsóknir á þessu, þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalögin? Já, ég gerði því skil í bók sem ég skrifaði hjá Palgrave Macmillan. Reyndi svo síðar að skilja ákvörðunartökuna í breska stjórnkerfinu, hafði smá innhlaup með það í London. Fékk held ég meira út úr því en íslensk stjórnvöld hafa sjálf komist að, eins skrýtið og það nú er. Ég á eiginlega eftir að skrifa almennilega um það, bara svona aðeins tæpt á þessu í þessari bók.“ Telur stjórnlagaráð sigursögu Og svo lendirðu í stjórnlagaráði, sem mér þótti athyglisverður kafli. Hvaða byltingaröfl voru þau sem vildu hleypta því starfi öllu upp í loft? Endurminningarbækurnar hrannast upp en Eiríkur kærir sig ekki um að Óvæntur ferðafélagi verði flokkuð með bókum eins og þeim sem Ólafur Ragnar og Geir H. Haarde hafa verið að senda frá sér.vísir/anton brink „Það skiptir ekki máli, fólk verður bara að geta sér til um það. Við erum að tala um trúnað og svona. Fyrir mér er þetta ferli mjög árangursríkt, það hefur verið notað sem fyrirmynd til þess að breyta stjórnarskrám margra landa, til dæmis Írlands og Mexikó fylkis í Mexíkóríki. Ferlið hefur verið skrifað inn í handbækur um þátttökulýðræði. Ég varð ráðgjafi brasilísku ríkisstjórnarinnar í lýðræðismálum út á þetta og svo framvegis. Fyrir mér er þetta ekki „failure“, heldur „success“.“ Sko, í eftirmálanum segist þú víða taka þér skáldaleyfi, dragir úr, dylur eða færi í stílinn og bjagir veruleikann eftir eigin hentisemi? Hverju á maður að trúa og hverju ekki? „Þetta er minningarbók með skáldaleyfi, atburðir eru allir sannir, þeir eru sum sé eins og ég man þá en sums staðar þarf að leyfa sögunni að lifa eftir lögmálum frásagnalistarinnar.“ Eiríkur segist bera djúpstæða virðingu fyrir Ólafi Ragnari forseta og rimmur við hann, sem frá er greint í bókinni, séu vegna þess að hann veit að Ólafur Ragnar tekur þær ekki nærri sér.vísir/anton brink Líklega er engin minningabók „sönn“? „Nei, nei, minningar eru ekki nákvæmniskýrsla af atburðum, heldur líka sagnir í sjálfu sér. Ég er til dæmis ekki að fletta upp staðreyndum. Ef ég man eitthvað öðru vísi sjálfur, þá fær minningin að lifa á eigin forsendum.“ Smásálarlegar atlögur Nú hrúgast út endurminningabækur; áður nefndur Ólafi Ragnari var að senda frá sér bók sem hann byggir á dagbókarbrotum sínum, Geir H. Haarde var að senda frá sér minningabók og fleiri. Og svo þú. Hvað er að gerast? „Ég veit það ekki, en ég myndi nú ekki sjálfur flokka mína bók með þeirra, alls ekki raunar.“ Sko, þó þú lendir í hremmingum er ekki hægt að segja að þú talir illa um fólk. En nefna má einn skúrk í sögunni þá er það kannsi Ólafur Ragnar? „Ég ber djúpa virðingu fyrir Ólafi Ragnari. Fyrir mér eru þetta skemmtisögur af spaugilegum glímum við þann jöfur íslenskra stjórnmála. En vegna þess að maðurinn er risi þá má maður nú alveg glíma svolítið við hann og segja svona sögur, því þær hrína ekkert á honum.“ Algjörlega. Sko, þú nefnir fá nöfn en annað sem kemur á óvart eru tilraunir íslenskra stjórnmálamanna til að hlutast til um annars vegar störf þín hjá Evrópuráðinu, skýrslu er stungið undir stól og svo hlutast menn einnig til um ráðningu þína á Bifröst? Atgangurinn er eins og í bananalýðveldi? „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna. Og það þekkja allir þátttakendur í opinberri umræðu.“ Vill ekki standa í stælum við nokkurn mann Eiríkur er ófáanlegur til að nefna þá sem í hlut áttu en ekki þarf að kafa djúpt til að sjá að að Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra á þeim tíma sem Eiríkur talar um, Gunnar Birgisson var formaður LÍN og Siv Friðleifsdóttir var þingmaður Framsóknar í stjórn Bifrastar. Þá varð hiti þegar Eiríkur skrifaði grein sem birtist í Fréttatímanum sáluga og menn lásu það úr henni ranglega að Eiríkur væri að líkja Framsóknarmönnum við nasista. Eiríkur Bergmann hefur komið ótrúlega víða við.vísir/anton brink Þá tók fólk eins og Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson fast um penna og krafðist þess að Eiríkur yrði rekinn. Sko, ég var að ræða við Halldór Armand nýverið og hann nefndi að fjölmiðlar væru stöðugt að fjalla um stjórnmál, sem væri í raun „stjórn nemendafélagsins“ eins og það væri alvöru, en þetta er frekar harkalegt? „Já, en ég vil ekki vera í persónustælum við neinn í þessari bók, hún snýst ekki um að jafna sakir við nokkurn mann.“ Nei, ég átta mig á því en nú hefur þú haslað þér völl sem alþjóðlegur fræðimaður og ættir því að geta talað frjálslega? „Mjá. Mér fannst rétt að segja frá því, hvernig fólk beitir sér stundum alveg ofan í lægstu mál til þess að koma einhverjum ímynduðum andstæðingi illa. Það er rétt, maður telst til alþjóðlegs fræðimanns en maður býr hér, við þetta ástand í litla nemendafélaginu þar sem klíkan ræður.“ Og beitir sér, heldur betur. Þetta er auðvitað ógnarstjórn ef að er gáð? Vinavæðingin snýst ekki bara um að þétta raðirnar? „Þessi bók er glíma við lífið, maður tekst á við spjótin en þetta er líka ástarsaga til umhverfisins svo þess vegna er hún ekkert uppgjör við harðneskju stjórnmálanna, alls ekki.“ Loftbor, slípirokkur, flaut í tekatli... Eiríkur gefur sig hvergi með þetta þannig að við víkjum aftur málinu að Tinnitusnum. Þú fannst lausn en hvað tók það þig langan tíma að sætta þig við hann? „Dagbókin á efra planinu nær yfir rúmlega hálft ár, að var tíminn frá örvæntingu til sáttar. Og svo tók það mig kannski rúmt ár í viðbót að jafna mig á þessu.“ Alveg sama hvað blaðamaður reynir, Eiríkur er ófáanlegur til að fara dýpra í ýmsar ávirðingar sem hann hefur mátt þola þó hann víki lauslega að síku. Hann vill ekki elta ólar við nokkurn mann í þessari bók.vísir/anton brink Og Eiríkur lýsir með tilþrifum því hvers lags raun þetta var að eiga við: „Ég hef talað um suð, són, surg, hljóðagang, ískur, heilaískur. Í þessum samlíkingum hefur Tína líka herjað á heila, höfuð, bakhöfuð, eyru og gagnauga. Ég hef líkt hljóðunum við loftbor, engisprettufaraldur, sinfóníu, trommusóló, þjófavörn, slípirokk, loftvarnarflautur, flaut í tekatli, óhljóð heils vélarsalar, són í heimasímanum í gamla daga og sagt þau minna á loftárásir flugsveita Francos í spænsku borgarastyrjöldinni. Þá hef ég líka lít því við að hausinn sé að klofna og að gliðni á milli heilahvela sem reki hvort frá öðru, talað um stingandi skæran hávaða og að Tína hamri mig í innanvert höfuðið.“ Þetta eru engar smá lýsingar? „Úff, já, svona var upplifði ég þetta. Mér fannst lífi mínu í raun lokið um tíma. Það var svo þegar við dóttir mín flúðum í suðurhöf að ég fór smám saman að losna úr þessu.“ Eiríkur er ekki viss um hversu margir þjást af þessum kvilla hér á Íslandi. „En þetta er miklu algengara en ég hélt, mjög margir hafa þetta, flestir við væg einkenni en í mínu tilviki var það margfalt meira.“ Höfundatal Bókaútgáfa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Fólk sem fær þetta eins og ég er alveg slegið út, margir fyrirfara sér og aðrir verða alveg að gjalti. En ég rataði út, blessunarlega,” segir Eiríkur. Að ráði sálfræðings fann hann nafn á sjúkdóminn, kallar hann Tínu, og hann segir að hann hefði alveg getað orðið fastur í þessu ef hann hefði ekki náð, með því að leggja talsvert á sig, að skipta um afstöðu. Bókin fjallar öðrum þræði um viðureign Eiríks við þennan ófögnuð, hún byggir á dagbókarbrotum sem hann hóf að skrifa þegar hann tókst á við Tínu en samhliða tók hann að líta um öxl og upp teiknast athyglisverð minningarbrot sem tóku á sig heillega mynd endurminninga. „Ég er enn að reyna að venja mig á að tala um þetta, þetta er allt öðru vísi en það sem ég hef sent frá mér. Ég veit ekki alveg hvernig maður á að tala um þetta.“ Þetta er afar persónuleg bók? „Já, þetta er allt annað en ég hef skrifað áður. Þetta er ekkert annað en persónuleg bók, hún er ekki um neitt annað og ég hef aldrei sent frá mér neitt persónulegt áður. Ég hef varla notað orðið ég í opinberri umræðu áður. Svo allt í einu segir maður ekkert annað en ég. Það er skrítið.“ Gengur óbærilega nærri sjálfum sér Og ekki er hægt að segja annað en að þú gangir býsna nærri þér? „Óbærilega. Það er nú málið. Að opna sig svona. Ég er einhvern veginn neyddur til að horfast í augu við sjálfan mig og það er þarna. Sú er staða málsins.“ Meðal annars segir af svæsnu einelti sem þú lentir í á unglingsárum? „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hvaða áhrif það hafði fyrr en ég var þvingaður til að staldra við og horfa ekki stöðugt fram á við eins og ég hef alltaf gert. Ég þurfti að horfast í augu við það en mér finnst það sigursaga líka. Að hafa ekki dvalið of mikið við það í lífinu. Þó það hafi haft afgerandi áhrif á mann.“ Eiríkur segir lærdóminn vera þann að maður ræður því sjálfur hvernig manni líður og hvernig maður hefur það. „Og hvernig lífið leikur mann. Það hefði verið auðvelt að skrifa alla þessa sögu út frá þjáningum fórnarlambs, að taka þá afstöðu. Ég vildi það ekki og sé ekki lífið með þeim augum. En þegar maður lendir í kvilla sem þessum er auðvelt að fara í svoleiðis far. Ég vildi alls ekki vera þar. Sú er ekki mín lífsafstaða. Ég er bara að segja frá. Ók. Hvernig hagaði ég þessu, hvernig spilaði ég úr þessu?“ Hin ónauðsynlega tilvist hóflegs eineltis Hugur blaðamanns hvarflar að greinarkorni sem Guðbergur Bergsson skrifaði í DV, þar sem hann fjallar um nauðsyn hóflegs eineltis, stríðni? Þetta er afar Guðbergskur pistill þar sem hann spyr til að mynda hvað hefði orðið úr Stefáni Karli heitnum leikara ef honum hefði ekki verið strítt? Stefán Karl Stefánsson heitinn beitti sér gegn einelti sem hann kynnist af eigin raun á yngri árum.vísir/andri marinó „Jújú, sko, ég vildi gjarnan hafa verið laus við þessa reynslu. En auðvitað verður líka til einhver svona kraftur; ég skal sýna hvað í mér býr. Það kemur einhver svoleiðis þörf, að sanna sig á einhvern hátt. Það er heldur ekki gott veganesti í lífinu, að vera alltaf að sanna sig.“ Stefán Karl kemur reyndar við sögu í bókinni. „Já, ég sótti í hans hugsun með þetta og oft. Það hvernig hann vann úr ýmsu finnst mér aðdáunarvert. Hann hjálpaði syni mínum í gegnum tourette syndrome, breytti því úr galla í kost í huga hans. Það var flott við Stebba. Hann gat stillt af miðið með sínum sérstaka hætti.“ Eiríkur Bergmann Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði og rithöfundur. Eiríkur kemur víða við í frásögn sinni og í raun með ólíkindum hversu víða hann hefur komið við sögu og farið. Hann gerðist til að mynda götublaðamaður á sínum tíma, á Helgarpóstinum, og hann segir það böl hins skrifaða manns að bregðast við því að setjast heldur við lyklaborðið frekar en að fara í svifdrekaflug. Þetta eru gríðarleg afköst á ritvellinum, þar sem þú hefur ekki einungis fengist við fræðaskrif heldur einnig við að skrifa skáldskap? „Já, þetta er orðið ansi mikið. Ég fann einhverja hillu fyrir mig alþjóðlega á mínu fræðasviði. Það hefur verið mín mesta ánægja í starfi, þetta alþjóðlega samstarf og að komast þangað. Þar hefur þetta dót frá mér verið tekið til kostanna og notað. Veröldin er vettvangurinn fyrir það. Það finnst mér nærandi.“ Alger örvænting greip Eiríki Eiríkur hefur flækst um heiminn vítt og breytt og hann segir það hafa verið sína blessun, að losna af landinu. Tína virtist hins vegar ætla að jafna þann leik. „Hún gerði vart við sig fyrir sléttum fjórum árum. Þá snemma hausts. Þetta var á Covid-tímanum og gerist skyndilega. Haustið 2020. Það greip mig algjör örvænting, sem ég lýsi og svo flýjum við dóttir mín land við illan leik. Þá er allt meira og minna lokað en þá hefst einhver batavegur. Margt kómískt þar,“ segir Eiríkur sem lýsir því að hann hafi til að mynda gerst meðlimur í jógahópi, með einhvers konar heimskosmos-fólki sem var honum framandi heimur. „Það bjargaði mér í raun og veru út úr þessu, hlusta á eitthvað sem er mér óeiginlegt að gefa gaum.“ Eiríkur var fullur örvæntingar og var í raun til í að reyna bókstaflega allt, hann greip hvert hálmstrá sem gafst. „Þessi kvilli truflar mig ekki lengur. Ég er ekki þjakaður af þessu. Það er engin lækning til en það er til lausn sem felst í því að segja bara „fokk it“. Vertu hér ef þú vilt og allt í góðu með það og þá hættirðu smám saman að taka eftir þessu.“ Eiríkur segist hafa gengið óbærilega nærri sér þegar hann skrifaði bókina Óvæntur ferðafélagi. Hún sé ólík öllu sem hann hefur áður skrifað og sent frá sér.vísir/anton brink Eiríkur reynir að lýsa þessu og nefnir sem dæmi miðstöðina í bílnum, þú heyrir ekkert í henni ef þú gefur henni ekki gaum. „Þetta er hljóð sem skiptir engu máli. En meðan þú ert að díla við þetta sem aðskotahlut þá heyrir þú ekkert annað. Svo er hægt að hunsa þessu og það tók mig lengstan tíma, ekki veita því athygli. En þetta truflar mig ekki lengur, háir mér ekki.“ Maður tveggja heima Eiríkur þarf þó að gæta sín á einu og öðru sem sálfræðingurinn kallar „dulið álag“. Eiríkur átti erfitt með að koma auga á það. „Gott og vel, ég fellst á það. Þú sérð þennan útgáfulista, þetta er engin hemja, ég hef verið að og ég þarf að gæta mín á því að vera það ekki. En málið er að mér hefur alltaf þótt svo gaman. Það er heila málið og það er greinilega ekkert frábært heldur til lengdar. Nú er ég mikið í rómönsku Ameríku að ganga á milli staða. Ég var alltaf áður að skrifa en nú er ég bara spássera um og svona. Testa guacamólíið.“ Minningar Eiríks, sem blandast inn í frásögn af viðureign hans við Tínu, er jafnframt ferðasaga og á nokkrum plönum. „Ég fattaði það þegar ég fór að skrifa að ég hef verið víðar en margur annar. Eitt er að ferðast en annað að fá að vera svona inni í samfélögunum og ég hef fengið í gegnum mín störf, þá sérðu hlutina öðruvísi; Afríku, Rússland, S-Ameríku, Evrópu… ég uppgötvaði að ég deili ekki afstöðu minni með öllum.“ Eiríkur segir að ekki allir geti samsamað sig því sem hann hefur reynt, að vera í Ríó de Janeró, sitja kvöldverð í Kreml eða kenna í Afríku, svo eitthvað sé nefnt; þetta sé ekki sjálfsagt. „Þetta er ekki það sem tilheyrir lífi flests fólks og hefur áhrif á hvernig maður sér veröldina. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að það væri eitthvað í þessu fyrr en ég fór að skrifa þetta. Ég er maður tveggja heima, alþýðustrákur úr Breiðholti, en svo hef ég stundum starfa míns vegna á fræðasviðinu, flögrað um veislusali fíneríisins. Ég er að reyna að brúa þetta. Ég tilheyri ekki öðrum hvorum heiminum heldur báðum.“ Tína kveikjan að endurminningunum Ók. En, spólum aðeins til baka. Hvernig vannstu þessa bók? Þú skiptir stöðugt milli sögusviða? „Þetta byrjaði sem dagbók í því ástandi sem ég lenti í, svo fór ég að skrifa minningar um eitt og annað úr mínu lífi. Þetta voru sem sé ólík viðfangsefni, annars vegar glíman við Tínu og svo glíman við mína eigin sögu. En hvort tveggja párið kom úr sömu rót, hvort tveggja var viðbragð við kvillanum. Kveikjan var sú sama. Og svo fór ég flétta þessu tvennu saman. Eða semsé þetta að vera alveg sleginn út úr lífinu sem gerðist við komu hennar.“ En tinnitusinn er kveikjan? „Já.“ Svolítið magnað hvernig þessi kvilli opnar á þetta allt? „Já, ég er maður sem hef alltaf litið til framtíðar og haft miðið á þeim verkefnum sem ég sinni, fram á veg. En svo allt í einu er ég sleginn út og er í raun þvingaður til að takast á við sjálfan mig.“ Eiríkur segir að það hafi ekki verið síður erfitt að takast á við sig sjálfan sig og svo kvillann sem slíkan. Til að mynda erfið unglingsár, þá? „Í og með, já. Ég átti góða æsku að mestu leyti en lenti svo í slæmu einelti og þurfti aðeins að takast á við það í þessari bók.“ Ólafur Ragnar var ekki fyrstur til að verja Ísland Svo þegar líður á bókina kemur á daginn að þú hefur í raun komið að furðu mörgum og miklum vendingum í íslenskri stjórnmálasögu? „Það er nú allt fyrir tilviljun,“ segir Eiríkur en hann gerir minna úr því en efni standa til. Svo dæmi sé nefnt: Ólaf Ragnar Grímsson forseti Íslands, þú segir hann fara með rangt mál þegar hann hreykist af því að hafa verið fyrstur og lengi vel einn sem stóð upp í hárinu á Bretaveldi í því sem hefur verið kallað Icesave? „Já, ég var þarna á undan að skrifa í bresku blöðin en hann gnæfði auðvitað yfir þegar hann steig inn á sviðið. En hann var ekki fyrstur.“ Ólafur Ragnar Grímsson er eini forseti lýðveldisins sem synjað hefur lögum frá Alþingi staðfestingar.Stöð 2/Arnar Menn keppast við að skrifa endursöguna, svona eftir því sem best hentar? „Og ég var líka í endalausum viðtölu við erlendu pressuna, bara eiginlega í fullri vinnu við það þarna fyrstu vikuna. Sjálfboðavinnu auðvitað. Hér voru allir lamaðir.“ Þú lagðist í talsvert miklar rannsóknir á þessu, þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalögin? Já, ég gerði því skil í bók sem ég skrifaði hjá Palgrave Macmillan. Reyndi svo síðar að skilja ákvörðunartökuna í breska stjórnkerfinu, hafði smá innhlaup með það í London. Fékk held ég meira út úr því en íslensk stjórnvöld hafa sjálf komist að, eins skrýtið og það nú er. Ég á eiginlega eftir að skrifa almennilega um það, bara svona aðeins tæpt á þessu í þessari bók.“ Telur stjórnlagaráð sigursögu Og svo lendirðu í stjórnlagaráði, sem mér þótti athyglisverður kafli. Hvaða byltingaröfl voru þau sem vildu hleypta því starfi öllu upp í loft? Endurminningarbækurnar hrannast upp en Eiríkur kærir sig ekki um að Óvæntur ferðafélagi verði flokkuð með bókum eins og þeim sem Ólafur Ragnar og Geir H. Haarde hafa verið að senda frá sér.vísir/anton brink „Það skiptir ekki máli, fólk verður bara að geta sér til um það. Við erum að tala um trúnað og svona. Fyrir mér er þetta ferli mjög árangursríkt, það hefur verið notað sem fyrirmynd til þess að breyta stjórnarskrám margra landa, til dæmis Írlands og Mexikó fylkis í Mexíkóríki. Ferlið hefur verið skrifað inn í handbækur um þátttökulýðræði. Ég varð ráðgjafi brasilísku ríkisstjórnarinnar í lýðræðismálum út á þetta og svo framvegis. Fyrir mér er þetta ekki „failure“, heldur „success“.“ Sko, í eftirmálanum segist þú víða taka þér skáldaleyfi, dragir úr, dylur eða færi í stílinn og bjagir veruleikann eftir eigin hentisemi? Hverju á maður að trúa og hverju ekki? „Þetta er minningarbók með skáldaleyfi, atburðir eru allir sannir, þeir eru sum sé eins og ég man þá en sums staðar þarf að leyfa sögunni að lifa eftir lögmálum frásagnalistarinnar.“ Eiríkur segist bera djúpstæða virðingu fyrir Ólafi Ragnari forseta og rimmur við hann, sem frá er greint í bókinni, séu vegna þess að hann veit að Ólafur Ragnar tekur þær ekki nærri sér.vísir/anton brink Líklega er engin minningabók „sönn“? „Nei, nei, minningar eru ekki nákvæmniskýrsla af atburðum, heldur líka sagnir í sjálfu sér. Ég er til dæmis ekki að fletta upp staðreyndum. Ef ég man eitthvað öðru vísi sjálfur, þá fær minningin að lifa á eigin forsendum.“ Smásálarlegar atlögur Nú hrúgast út endurminningabækur; áður nefndur Ólafi Ragnari var að senda frá sér bók sem hann byggir á dagbókarbrotum sínum, Geir H. Haarde var að senda frá sér minningabók og fleiri. Og svo þú. Hvað er að gerast? „Ég veit það ekki, en ég myndi nú ekki sjálfur flokka mína bók með þeirra, alls ekki raunar.“ Sko, þó þú lendir í hremmingum er ekki hægt að segja að þú talir illa um fólk. En nefna má einn skúrk í sögunni þá er það kannsi Ólafur Ragnar? „Ég ber djúpa virðingu fyrir Ólafi Ragnari. Fyrir mér eru þetta skemmtisögur af spaugilegum glímum við þann jöfur íslenskra stjórnmála. En vegna þess að maðurinn er risi þá má maður nú alveg glíma svolítið við hann og segja svona sögur, því þær hrína ekkert á honum.“ Algjörlega. Sko, þú nefnir fá nöfn en annað sem kemur á óvart eru tilraunir íslenskra stjórnmálamanna til að hlutast til um annars vegar störf þín hjá Evrópuráðinu, skýrslu er stungið undir stól og svo hlutast menn einnig til um ráðningu þína á Bifröst? Atgangurinn er eins og í bananalýðveldi? „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna. Og það þekkja allir þátttakendur í opinberri umræðu.“ Vill ekki standa í stælum við nokkurn mann Eiríkur er ófáanlegur til að nefna þá sem í hlut áttu en ekki þarf að kafa djúpt til að sjá að að Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra á þeim tíma sem Eiríkur talar um, Gunnar Birgisson var formaður LÍN og Siv Friðleifsdóttir var þingmaður Framsóknar í stjórn Bifrastar. Þá varð hiti þegar Eiríkur skrifaði grein sem birtist í Fréttatímanum sáluga og menn lásu það úr henni ranglega að Eiríkur væri að líkja Framsóknarmönnum við nasista. Eiríkur Bergmann hefur komið ótrúlega víða við.vísir/anton brink Þá tók fólk eins og Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson fast um penna og krafðist þess að Eiríkur yrði rekinn. Sko, ég var að ræða við Halldór Armand nýverið og hann nefndi að fjölmiðlar væru stöðugt að fjalla um stjórnmál, sem væri í raun „stjórn nemendafélagsins“ eins og það væri alvöru, en þetta er frekar harkalegt? „Já, en ég vil ekki vera í persónustælum við neinn í þessari bók, hún snýst ekki um að jafna sakir við nokkurn mann.“ Nei, ég átta mig á því en nú hefur þú haslað þér völl sem alþjóðlegur fræðimaður og ættir því að geta talað frjálslega? „Mjá. Mér fannst rétt að segja frá því, hvernig fólk beitir sér stundum alveg ofan í lægstu mál til þess að koma einhverjum ímynduðum andstæðingi illa. Það er rétt, maður telst til alþjóðlegs fræðimanns en maður býr hér, við þetta ástand í litla nemendafélaginu þar sem klíkan ræður.“ Og beitir sér, heldur betur. Þetta er auðvitað ógnarstjórn ef að er gáð? Vinavæðingin snýst ekki bara um að þétta raðirnar? „Þessi bók er glíma við lífið, maður tekst á við spjótin en þetta er líka ástarsaga til umhverfisins svo þess vegna er hún ekkert uppgjör við harðneskju stjórnmálanna, alls ekki.“ Loftbor, slípirokkur, flaut í tekatli... Eiríkur gefur sig hvergi með þetta þannig að við víkjum aftur málinu að Tinnitusnum. Þú fannst lausn en hvað tók það þig langan tíma að sætta þig við hann? „Dagbókin á efra planinu nær yfir rúmlega hálft ár, að var tíminn frá örvæntingu til sáttar. Og svo tók það mig kannski rúmt ár í viðbót að jafna mig á þessu.“ Alveg sama hvað blaðamaður reynir, Eiríkur er ófáanlegur til að fara dýpra í ýmsar ávirðingar sem hann hefur mátt þola þó hann víki lauslega að síku. Hann vill ekki elta ólar við nokkurn mann í þessari bók.vísir/anton brink Og Eiríkur lýsir með tilþrifum því hvers lags raun þetta var að eiga við: „Ég hef talað um suð, són, surg, hljóðagang, ískur, heilaískur. Í þessum samlíkingum hefur Tína líka herjað á heila, höfuð, bakhöfuð, eyru og gagnauga. Ég hef líkt hljóðunum við loftbor, engisprettufaraldur, sinfóníu, trommusóló, þjófavörn, slípirokk, loftvarnarflautur, flaut í tekatli, óhljóð heils vélarsalar, són í heimasímanum í gamla daga og sagt þau minna á loftárásir flugsveita Francos í spænsku borgarastyrjöldinni. Þá hef ég líka lít því við að hausinn sé að klofna og að gliðni á milli heilahvela sem reki hvort frá öðru, talað um stingandi skæran hávaða og að Tína hamri mig í innanvert höfuðið.“ Þetta eru engar smá lýsingar? „Úff, já, svona var upplifði ég þetta. Mér fannst lífi mínu í raun lokið um tíma. Það var svo þegar við dóttir mín flúðum í suðurhöf að ég fór smám saman að losna úr þessu.“ Eiríkur er ekki viss um hversu margir þjást af þessum kvilla hér á Íslandi. „En þetta er miklu algengara en ég hélt, mjög margir hafa þetta, flestir við væg einkenni en í mínu tilviki var það margfalt meira.“
Höfundatal Bókaútgáfa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira