Veður

Gular við­varanir vegna hvass­viðris eða storms

Atli Ísleifsson skrifar
Ljóst má vera að varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Ljóst má vera að varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðvesturhluta landsins vegna sunnan hvassviðris eða storms.

Gul viðvörun tekur gildi á Breiðafirði klukkan tíu í dag og verður í gildi til klukkan sjö í fyrramálið. Er spáð sunnan 18 til 23 metrum á sekúndu á norðanverðu Snæfellsnesi með vindhviðum yfir 30 metra á sekúndu við fjöll.

Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi klukkan 14 og verður sömuleiðis í gildi til klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð sunnan 15 til 23 metrar á sekúndu og vindhviðum staðbundið yfir 30 metra á sekúndu við fjöll.

Á Vestfjörðum tekur viðvörunin gildi klukkan 19 í kvöld og er í gildi til sjö í fyrramálið.

Ljóst má vera að varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×