Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 13:47 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum tvo krefjandi leiki með írska landsliðinu. Getty/Stephen McCarthy Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira
Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig.
Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira