Þeir segja viðburðinn sömuleiðis kominn til að vera og hlakka til að halda hann aftur.
„Við erum að tala um hreinræktað gellukvöld á klúbbnum þar sem gellur, gellutónlist og gelludrykkir eru allsráðandi.
Skemmtinefnd Auto hafði löngum unnið hörðum höndum við að setja saman dagskrá með það markmið eitt að leiðarljósi að gefa ykkur, kæru guggur, kvöldið sem þið allar eigið svo innilega skilið,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum.
Þar kemur sömuleiðis fram að gelluorkan á klúbbnum hafi náð áður óþekktum hæðum á fyrstu Gugguvaktinni og var markið því sett ennþá hærra síðastliðið föstudagskvöld. Virðist það hafa tekist, af myndunum að dæma.
Róbert Arnar, sérlegur ljósmyndari klúbbsins, var að sjálfsögðu á svæðinu og hér má sjá vel valdar myndir frá honum:



























