Veður

Suð­vestan stormur, rigning og gular við­varanir

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir verða í gildi í flestum landshlutum.
Gular viðvaranir verða í gildi í flestum landshlutum. Veðurstofan

Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi víða með rigningu framan af degi en síðan skúrum en norðaustan- og austanlands verði allhvöss suðvestanátt og bjartviðri.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að gular viðvaranir verði í gildi fram á morgundaginn í flestum landshlutum og skynsamlegt sé fyrir vegfarendur sem hyggja á ferðalög að fylgjast vel með veðurathugunum og veðurspám. Er því að spáð að vindhviður geti víða farið yfir 35 metra á sekúndu við fjöll.

Eftir háar hitatölur gærdagsins er aðeins annað uppá teningnum í dag og hiti yfirleitt á bilinu 6 til 13 stig, en kólnar heldur í kvöld.

Allhvöss suðvestanátt í fyrramálið með stöku skúr í innsveitum sunnan- og vestanlands en annars að mestu bjart. Dregur úr vindi er líður á morgundaginn,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 11 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestan 10-18 m/s og skúrir en bjart á austanverðu landinu. Dregur úr vindi og skúrum þegar líður á daginn. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og rigning, en að mestu þurrt á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig. Él vestantil um kvöldið og kólnar.

Á föstudag: Gengur í hvassa vestan- og norðvestanátt með snjókomu, en léttir til sunnantil er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki.

Á laugardag: Norðaaustanátt og él, en þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir norðlæga átt með éljum, en að mestu bjartviðri sunnantil. Kalt í veðri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×