Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 09:01 Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár. Um íslenska tungu eru til sérstök lög sem hafa að markmiði að vernda og efla tungumálið. Þar er meðal annars kveðið á um íslenskt táknmál og verkefni íslenskrar málnefndar. Þar er ekkert að finna um viðurlög eða refsingar. En það er til lítils að vísa aftur í tímann eða í lagabókstaf ef viðhorf landsmanna til íslensku er dauft eða ósýnilegt. En hvað vitum við um viðhorf landsmanna til íslensku? Fyrr á þessu ári lét Menningar- og viðskiptaráðuneytið gera viðhorfskönnun sem leiddi í ljós að 97 % landsmanna þykir vænt um íslenska tungu. Litlu færri sögðust nota íslensku mikið í daglegu lífi sínu en 66% sögðust hafa miklar áhyggjur af áhrifum ensku á færni barna og ungmenna í íslensku. Á degi íslenskrar tungu er ástæða til að fagna velviljanum sem birtist í því að nánast allir á Íslandi hafi sterkar og jákvæðar tilfinningar til tungumálsins og telji það skipta máli. Um leið má hvetja landsmenn til að nota tungumálið sem víðast og sem mest, sýna velvilja sinn og samtöðu í verki með því að vanda til verka og nýta þann gnægtabrunn sem tungumálið er til að skapa, tjá, gleðja, tengja, bulla, vinna, kenna, grínast, minnast , rökstyðja, hugsa og leika. Því er eins farið um íslensku og væntumþykjuna, því meira sem þetta tvennt er notað, því meira styrkist hvort tveggja. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár. Um íslenska tungu eru til sérstök lög sem hafa að markmiði að vernda og efla tungumálið. Þar er meðal annars kveðið á um íslenskt táknmál og verkefni íslenskrar málnefndar. Þar er ekkert að finna um viðurlög eða refsingar. En það er til lítils að vísa aftur í tímann eða í lagabókstaf ef viðhorf landsmanna til íslensku er dauft eða ósýnilegt. En hvað vitum við um viðhorf landsmanna til íslensku? Fyrr á þessu ári lét Menningar- og viðskiptaráðuneytið gera viðhorfskönnun sem leiddi í ljós að 97 % landsmanna þykir vænt um íslenska tungu. Litlu færri sögðust nota íslensku mikið í daglegu lífi sínu en 66% sögðust hafa miklar áhyggjur af áhrifum ensku á færni barna og ungmenna í íslensku. Á degi íslenskrar tungu er ástæða til að fagna velviljanum sem birtist í því að nánast allir á Íslandi hafi sterkar og jákvæðar tilfinningar til tungumálsins og telji það skipta máli. Um leið má hvetja landsmenn til að nota tungumálið sem víðast og sem mest, sýna velvilja sinn og samtöðu í verki með því að vanda til verka og nýta þann gnægtabrunn sem tungumálið er til að skapa, tjá, gleðja, tengja, bulla, vinna, kenna, grínast, minnast , rökstyðja, hugsa og leika. Því er eins farið um íslensku og væntumþykjuna, því meira sem þetta tvennt er notað, því meira styrkist hvort tveggja. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun