Enski boltinn

Liverpool lang­lík­legast til að verða meistari sam­kvæmt ofurtölvunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool hefur unnið níu af fyrstu ellefu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool hefur unnið níu af fyrstu ellefu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. getty/Robbie Jay Barratt

Samkvæmt útreikningum ofurtölvu Opta er langlíklegast að Liverpool verði Englandsmeistari.

Liverpool er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ofurtölvan svokallaða telur 60,32 prósent líkur á því að Rauði herinn standi uppi sem Englandsmeistari í vor.

Manchester City, sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin fjögur ár, á 34,29 prósent líkur á að verða meistari fimmta árið í röð samkvæmt ofurtölvunni. Arsenal á svo aðeins 4,98 prósent líkur á því að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 2004.

Samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar er langlíklegast að Liverpool, City, Arsenal og Chelsea komist í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Manchester United á aðeins 2,18 prósent líkur á því.

Ofurtölvan telur yfirgnæfandi líkur á því að Southampton og Ipswich Town falli en baráttan um að forðast þriðja fallsætið standi á milli Leicester City og Wolves.


Tengdar fréttir

Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote

Eftir að myndband af dómaranum David Coote þar sem hann kallar Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins tussu, fór í dreifingu hafa stuðningsmenn Rauða hersins rifjað upp gömul atvik tengd dómaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×