Innlent

Opna sund­laugina í Grinda­vík á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Sundlaugin í Grindavík hefur verið lokið síðasta rúma árið.
Sundlaugin í Grindavík hefur verið lokið síðasta rúma árið. Vísir/Vilhelm

Sundlaugin í Grindavík hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokuð síðasta rúma árið vegna eldsumbrota og lokunar bæjarins. Fyrsti dagur opnunarinnar var í gær.

Ákveðið var á fundi bæjarráðs Grindavík í síðustu viku. Á vef bæjarins segir að fyrst um sinn verði opið tvisvar sinnum í viku, fjóra tíma í senn. Ákvað bæjarráð að hafa sundlaugina opna fram að áramótum, en þá verði staðan endurmetin.

Opnunin verður sem hér segir:

  • Mánudaga frá 16:00 - 20:00
  • Laugardagar 10:00 - 14:00

Tengdar fréttir

Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“

Í dag er ár liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Hamfarirnar eru einar þær mestu í sögunni að sögn bæjarstjóra sem kveðst bjartsýnn á framtíð bæjarins þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið. Forseti Íslands mun sækja samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×