Viðskipti innlent

Frá Bænda­samtökunum til Samorku

Atli Ísleifsson skrifar
Sverrir Falur Björnsson.
Sverrir Falur Björnsson. Samorka

Sverrir Falur Björnsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku. Þar segir að Sverrir Falur hafi fjölbreytta reynslu af viðskiptaþróun, efnahagsmálum, stefnumótun og samskiptum við hagaðila. 

„Hann hefur frá árinu 2022 starfað sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands.

Þar áður starfaði Sverrir Falur hjá Vodafone sem vörueigandi internets og farsímaáskrifta á einstaklingssviði og einnig starfaði hann hjá flugfélaginu WOW air í þrjú ár sem sérfræðingur á samskiptasviði.

Sverrir Falur er með MA í hagnýtri hagfræði frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá sama skóla. Þá lagði hann stund á nám á meistarastigi í Strategic Public Relations við University of Stirling og Lund University.

Sverrir Falur hóf störf 8. nóvember,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×