Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar 12. nóvember 2024 11:33 Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun