Innlent

Skriðu­föll á Vest­fjörðum og lokað fyrir vatnið á Flat­eyri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 

Við heyrum í fólki fyrir vestan og í sérfræðingum Veðurstofunnar um skriðuföll næturinnar og framhaldið samkvæmt veðurspá.

Þá segjum við frá því að Umboðsmaður Alþingis hafi ákveðið að hefja athugun á stjórnsýslunni í kringum blóðmerahald hér á landi eftir að kvörtun barst embættinu. 

Einnig fjöllum um mál unga hælisleitandans Yazans sem varð að miklu þrætuepli innan ríkisstjórnarinnar eins og frægt er orðið.

Í sportpakkanum er það svo félagskiptaglugginn í körfuboltanum, en það styttist óðfluga í að hann loki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×