Innlent

Tvö vilja í Endurupptökudóm

Árni Sæberg skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skipar í Endurupptökudóm.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skipar í Endurupptökudóm. Vísir/Vilhelm

Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Matthías G. Pálsson lögfræðingur hafa sótt um embætti dómanda við Endurupptökudóm.

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi auglýst embættið laust til umsóknar þann 11. október. Tveir hafi sótt um embættið, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Matthías G. Pálsson lögfræðingur.

Embættið losnaði þegar Eyvindur G. Gunnarsson var settur landsréttardómari en hann hafði verið dómandi við Endurupptökudómi frá stofnun árið 2021.

Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar ráðherra umsögn sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×