Sport

Ó­sigraður Kol­beinn kominn með næsta and­stæðing

Aron Guðmundsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson er með stórt tækifæri í höndunum.
Kolbeinn Kristinsson er með stórt tækifæri í höndunum.

Ís­lenski at­vinnu­maðurinn í hnefa­leikum, Kol­beinn Kristins­son, er kominn með and­stæðing fyrir næsta bar­daga á sínum ferli sem fer fram þann 7.desember næst­komandi.

Greint hefur verið frá því að Kol­beinn muni mæta hinum pólska Piotr Cwik í hnefa­leika­hringnum í Vínar­borg í Austurríki en þetta verður þriðji bar­dagi Kol­beins á árinu.

Kol­beinn er ósigraður á sínum at­vinnu­manna­ferli með sex­tán sigra í jafn­mörgum bar­dögum og stefnir á að komast inn á lista yfir topp fimmtíu þunga­vigtar­kappa í heiminum.

Piotr hefur hins vegar unnið sjö af átta bar­dögum sínum sem at­vinnu­maður í hnefa­leikum og tapað einum. Hann er sem stendur á sjö bar­daga sigur­göngu.

Kol­beinn er sem stendur í 86.sæti á heims­lista hnefa­leika­kappa í þunga­vigtar­flokki og bar síðast sigur úr bítum gegn Finnanum Mika Mielonen í Helsinki í septem­ber fyrr á þessu ári þar sem að Kol­beinn varði Baltic Union beltið sitt.

Ís­lendingurinn hefur varið undan­farinni viku í Þýska­landi við æfingar með úkraínska EBU meistaranum og þunga­vigtar­kappanum Oleksandr Zak­hoz­hyi en sá er, líkt og Kol­beinn, ósigraður á sínum ferli og er sem stendur í 31.sæti á heims­listanum. Sá mun mæta Arnold Gjergjaj og reyna að verja EBU beltið sitt þann 23.nóvember næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×