Körfubolti

Leik­menn í Bónusdeildinni sem út­varps­menn á FM957 og X977

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tóti Túrbó, Kristófer Acox og Arnar Björnsson væru með Agli Ploder í morgunþætti á FM957.
Tóti Túrbó, Kristófer Acox og Arnar Björnsson væru með Agli Ploder í morgunþætti á FM957.

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder var gestur í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Í þættinum valdi hann þrjá leikmenn úr Bónusdeildinni til að vera með sér í morgunþætti á FM957. Egill myndi vilja vera með þeim Sigtryggi Arnari Björnssyni, Þórir Guðmundi Þorbjarnarsyni og Kristófer Acox í þætti á stöðunni.

Tómas Steindórsson fékk á móti það verkefni að velja sér þrjá leikmenn úr deildinni til að vera með morgunþátt á X-977. Það teymi væri svona, Ólafur Ólafsson, Hlynur Bæringsson og Davíð Arnar Ágústsson.

Þeir félagar útskýrðu mál sitt í þættinum í gær og má sjá það hér að neðan.

Klippa: Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977



Fleiri fréttir

Sjá meira


×