Fótbolti

Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ten Hag á æfingasvæði United. 
Ten Hag á æfingasvæði United. 

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag gæti tekið við öðru stórliði í Evrópu.

Hann er í dag orðaður við ítalska liðið AS Roma. Ten Hag var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok síðasta mánaðar og tók síðan Rúben Amorim við liðinu í kjölfarið.

Ten Hag tók við United árið 2022 og undir hans stjórn vann liðið enska deildabikarmeistaratitilinn á fyrsta tímabili, og enska bikarmeistaratitilinn síðastliðið vor.

Ivan Juric var um helgina rekinn sem knattspyrnustjóri Roma en hann hafði aðeins stýrt liðinu frá því í sumar. Liðið er núna í tólfta sæti ítölsku seríu A-deildarinnar sem stendur með 13 stig, þrettán stigum frá toppliði Napoli.

Ítalskir fjölmiðlar tala um að bæði Eric ten Hag og Bretinn Graham Potter séu þeir tveir stjórar sem komi til greina. Potter var síðast með Chelsea og þar á undan með Brighton þar sem hann náði stórgóðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×