Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:46 „Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun