Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar 12. nóvember 2024 17:16 Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun