Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar 13. nóvember 2024 09:02 Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Mikil verðmætasköpun á sér stað á Vestfjörðum, meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar og þrótti í nýsköpun á undanförnum árum, en vegirnir, sem sumir voru lagðir fyrir hálfri öld eru víða ófullnægjandi og eru íbúum og atvinnulífi til trafala. Fundur Innviðafélags Vestfjarða var vart búinn þegar aurskriður fóru að falla á vegina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi innviðaskuld er sérlega þungbær þegar vetrarþjónusta er ófullnægjandi, eins og fram kemur í könnun Vestfjarðastofu þar sem stór hluti íbúa sunnanverðra Vestfjarða veigrar sér við að fara á milli byggðarlaga á veturna. Vegna þessa er verðmætasköpun hamlað og samgöngubætur sem þó hafa orðið nýtast ekki eins og til var ætlast. Einnig koma þessar takmarkanir niður á heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar þurfa oft að ferðast langar leiðir yfir ótryggar leiðir til að komast í nauðsynlega aðhlynningu. Að bregðast við þessu er eitt af forgangsatriðum okkar. Við styðjum hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða enda byggist Sjálfstæðisstefnan m.a. á því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi þrisvar á þessu kjörtímabili, sem myndi opna á þann möguleika að heimamenn myndu sjálfir hafa meira vald til að flýta framkvæmdum. Samgöngubætur eru nauðsynlegur þáttur í því að íbúar kjördæmisins njóti sömu lífsgæða og aðrir landshlutar. Þörfin fyrir betri vegi er ekki bara spurning um þægindi heldur um sjálfbærni svæðisins, lífsgæði og öryggi. Þörfin er ekki eingöngu á Vestfjörðum heldur víðar í kjördæminu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi standa vörð um grundvallarkröfur íbúa og stefna á að bæta innviðina með það að markmiði að efla samfélagið og gera Norðvesturkjördæmi að jafnoka annarra svæða á landinu. Það eru ekki bara hagsmunir kjördæmisins, heldur landsmanna allra að samgöngur séu greiðar í Norðvesturkjördæmi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólafur Adolfsson Samgöngur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Mikil verðmætasköpun á sér stað á Vestfjörðum, meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar og þrótti í nýsköpun á undanförnum árum, en vegirnir, sem sumir voru lagðir fyrir hálfri öld eru víða ófullnægjandi og eru íbúum og atvinnulífi til trafala. Fundur Innviðafélags Vestfjarða var vart búinn þegar aurskriður fóru að falla á vegina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi innviðaskuld er sérlega þungbær þegar vetrarþjónusta er ófullnægjandi, eins og fram kemur í könnun Vestfjarðastofu þar sem stór hluti íbúa sunnanverðra Vestfjarða veigrar sér við að fara á milli byggðarlaga á veturna. Vegna þessa er verðmætasköpun hamlað og samgöngubætur sem þó hafa orðið nýtast ekki eins og til var ætlast. Einnig koma þessar takmarkanir niður á heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar þurfa oft að ferðast langar leiðir yfir ótryggar leiðir til að komast í nauðsynlega aðhlynningu. Að bregðast við þessu er eitt af forgangsatriðum okkar. Við styðjum hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða enda byggist Sjálfstæðisstefnan m.a. á því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi þrisvar á þessu kjörtímabili, sem myndi opna á þann möguleika að heimamenn myndu sjálfir hafa meira vald til að flýta framkvæmdum. Samgöngubætur eru nauðsynlegur þáttur í því að íbúar kjördæmisins njóti sömu lífsgæða og aðrir landshlutar. Þörfin fyrir betri vegi er ekki bara spurning um þægindi heldur um sjálfbærni svæðisins, lífsgæði og öryggi. Þörfin er ekki eingöngu á Vestfjörðum heldur víðar í kjördæminu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi standa vörð um grundvallarkröfur íbúa og stefna á að bæta innviðina með það að markmiði að efla samfélagið og gera Norðvesturkjördæmi að jafnoka annarra svæða á landinu. Það eru ekki bara hagsmunir kjördæmisins, heldur landsmanna allra að samgöngur séu greiðar í Norðvesturkjördæmi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun