Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Þorsteinn Leó hefur farið af stað með krafti í liði Porto Vísir/Anton Brink Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni. „Þetta hefur verið æðislegt en meiri vinna en maður bjóst við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarleg vinna. Vakna snemma, langir dagar, mikið af ferðalögum sem er mjög þreytt. Þau eru svakalega löng. Maður reynir að læra tungumálið þarna. En það er auðvitað flókið. Lífið er annars yndislegt þarna úti hjá okkur. Við erum bara helvíti ánægð með þetta. Algjört ævintýri og draumur fyrir mig að vera atvinnumaður. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað.“ „Tel mig geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er“ Fyrsta skrefið af vonandi mörgum á farsælum atvinnumannaferli Þorsteins sem hefur látið til sín taka í efstu deild Portúgals þar sem að hann er markahæsti leikmaður Porto til þessa með 60 mörk í ellefu leikjum. Tölfræði sem gerir þennan íslenska risa upp á 208 sentímetra að þriðja markahæsta leikmanni deildarinnar og það í einu af þremur stærstu félögum Portúgals. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto í Kaplakrika á dögunum gegn Val í Evrópudeildinni.vísir/Anton „Það eru mjög fáir sem eru í minni hæð þarna úti. Það er dálítið mikið horft upp til manns þarna. Þeir spila allt öðruvísi handbolta. Mjög hraðan handbolta og eru mikið í klippingum. Jú þessi bolti hentar mér, þeir eru lávaxnir eiga ekki auðvelt með að blokkað mig og þar fram eftir götunum. Hentar mér vel að geta spilað á móti þannig leikmönnum. Ég tel mig hins vegar geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er.“ Stefnir á Ólympíuleika með systur sinni Og Þorsteinn er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem er að gera gott mót sem íþróttamaður. Systir hans Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum síðastliðið sumar í París. Þau systkinin stefna á Ólympíuleika saman í framtíðinni. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty „Það er langt síðan að við ræddum þetta fyrst. Við ætluðum okkur að vera saman á síðustu Ólympíuleikum. Hún komst, ekki ég. Þá er það bara næsta markmið að vera bæði á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum, Los Angeles. Þú hlýtur að hafa horft stoltur á hana á Ólympíuleikunum? „Jú ég var mjög stoltur af henni. Hún stóð sig bara prýðilega vel . Ég er mjög stoltur af henni.“ Portúgalski boltinn Íslendingar erlendis Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35 Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Þetta hefur verið æðislegt en meiri vinna en maður bjóst við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarleg vinna. Vakna snemma, langir dagar, mikið af ferðalögum sem er mjög þreytt. Þau eru svakalega löng. Maður reynir að læra tungumálið þarna. En það er auðvitað flókið. Lífið er annars yndislegt þarna úti hjá okkur. Við erum bara helvíti ánægð með þetta. Algjört ævintýri og draumur fyrir mig að vera atvinnumaður. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað.“ „Tel mig geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er“ Fyrsta skrefið af vonandi mörgum á farsælum atvinnumannaferli Þorsteins sem hefur látið til sín taka í efstu deild Portúgals þar sem að hann er markahæsti leikmaður Porto til þessa með 60 mörk í ellefu leikjum. Tölfræði sem gerir þennan íslenska risa upp á 208 sentímetra að þriðja markahæsta leikmanni deildarinnar og það í einu af þremur stærstu félögum Portúgals. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto í Kaplakrika á dögunum gegn Val í Evrópudeildinni.vísir/Anton „Það eru mjög fáir sem eru í minni hæð þarna úti. Það er dálítið mikið horft upp til manns þarna. Þeir spila allt öðruvísi handbolta. Mjög hraðan handbolta og eru mikið í klippingum. Jú þessi bolti hentar mér, þeir eru lávaxnir eiga ekki auðvelt með að blokkað mig og þar fram eftir götunum. Hentar mér vel að geta spilað á móti þannig leikmönnum. Ég tel mig hins vegar geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er.“ Stefnir á Ólympíuleika með systur sinni Og Þorsteinn er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem er að gera gott mót sem íþróttamaður. Systir hans Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum síðastliðið sumar í París. Þau systkinin stefna á Ólympíuleika saman í framtíðinni. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty „Það er langt síðan að við ræddum þetta fyrst. Við ætluðum okkur að vera saman á síðustu Ólympíuleikum. Hún komst, ekki ég. Þá er það bara næsta markmið að vera bæði á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum, Los Angeles. Þú hlýtur að hafa horft stoltur á hana á Ólympíuleikunum? „Jú ég var mjög stoltur af henni. Hún stóð sig bara prýðilega vel . Ég er mjög stoltur af henni.“
Portúgalski boltinn Íslendingar erlendis Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35 Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35
Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15